Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í Edmonton Fanney Birna Jónsdóttir í Edmonton skrifar 7. mars 2014 09:04 Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá. visir/FBJ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sannkallað lukkudýr íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í gærkvöldi þegar liðið lagði New York Islanders 3-2. Sigmundur Davíð sótti leikinn ásamt konu sinni í vinnuferð í Edmonton í Kanada, en Icelandair flaug jómfrúarflug sitt til borgarinnar í fyrradag. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2. Kanadamenn á leiknum voru á einu máli um að kynningin á íslenska forsætisráðherranum hefði gert gæfumuninn. Sigmundur Davíð var ekki sá eini sem fékk sérstaka kynningu á sjónvarpsskjáum áhorfenda í Edmonton heldur var íshokkístjarnan Wayne Gretzky einnig viðstaddur. Gretzky er þjóðhetja í Kanada en hann spilaði 20 tímabil í NHL deildinni fyrir fjögur lið og leiddi kanadíska landsliðið til sigurs á heimsmeistaramóti þrisvar sinnum. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sannkallað lukkudýr íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í gærkvöldi þegar liðið lagði New York Islanders 3-2. Sigmundur Davíð sótti leikinn ásamt konu sinni í vinnuferð í Edmonton í Kanada, en Icelandair flaug jómfrúarflug sitt til borgarinnar í fyrradag. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2. Kanadamenn á leiknum voru á einu máli um að kynningin á íslenska forsætisráðherranum hefði gert gæfumuninn. Sigmundur Davíð var ekki sá eini sem fékk sérstaka kynningu á sjónvarpsskjáum áhorfenda í Edmonton heldur var íshokkístjarnan Wayne Gretzky einnig viðstaddur. Gretzky er þjóðhetja í Kanada en hann spilaði 20 tímabil í NHL deildinni fyrir fjögur lið og leiddi kanadíska landsliðið til sigurs á heimsmeistaramóti þrisvar sinnum.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir