Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Vodafone-höllinni í kvöld og náði skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og neðan.
Valur er með fjögurra stiga forskot á Hamar þegar aðeins ein umferð er eftir en Hamarsstúlkur hefðu farið upp fyrir Val með sigri í kvöld.
Valskonur mæta deildarmeisturum Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar en í hinum leiknum mætast síðan lið Hauka og Keflavíkur.






