Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 16:05 VISIR/AFP Rússar hafa gefið úkraínskum hermönnum á Krímskaga frest til klukkan 03:00 í nótt (GMT) til að gefast upp ellegar muni Svartahafsfloti Rússlands ráðast á Krímskaga. Þetta kemur fram í máli varnarmálaráðuneytis Úkraínu og Sky fréttastofan greindi frá rétt í þessu. „Ef þeir hafa ekki gefist upp klukkan 05:00 (á staðartíma) á morgun verður ráðist á hermenn og landssvæði úkraínska hersins á Krímskaga,“ er haft eftir talsmanni ráðuneytisins. Forsætisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev ítrekaði fyrri ummæli Pútíns í samtali sínu við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í dag. Medvedev sagði að hann teldi nauðsynlegt „að standa vörð um hagsmuni úkraínskra ríkisborgara, þar með talið íbúa Krímskagans, og Rússa sem búsettir eru í Úkraínu.“ Forsætisráðherrann bætti við að hann hygðist flýta byggingu nýrrar brúar milli Krímskaga og Rússlands sem myndi bæta mikið samgöngur til og frá svæðinu. Þó engum skotum hafi verið hleypt af er Krímskaginn nú þegar undir stjórn Rússlands. Stöðugt fjölgar í hersveitum Rússa á svæðinu og þúsundir sérþjálfaðra hermanna eru nú margfalt fleiri en heimavarnarliðið sem fyrir var á Krímskaga. Úkraínskir landamæraverðir hafa tilkynnt yfirvöldum að fjöldi brynvarðra vagna sé tekinn að safnast saman við landamæri ríkjanna en Rússar hafa náð stjórn á öllum sjóflutningnum milli Krímskaga og Rússlands. Ekki er útilokað að átökin breiðist til annarra staða í Úkraínu, einkum austurhluta landsins þar sem rússneskumælandi íbúar eru fjölmennastir. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að utanríkisráðherrar hinna ýmsu ríkja, G8 ríkjanna þar með talið, íhugi að beita Rússa viðskiptaþvingunum ef Rússar grípa til hernaðar. Að ríkin muni beita sér fyrir því að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og að jafnvel gæti komið til eignafrystinga. Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Rússar hafa gefið úkraínskum hermönnum á Krímskaga frest til klukkan 03:00 í nótt (GMT) til að gefast upp ellegar muni Svartahafsfloti Rússlands ráðast á Krímskaga. Þetta kemur fram í máli varnarmálaráðuneytis Úkraínu og Sky fréttastofan greindi frá rétt í þessu. „Ef þeir hafa ekki gefist upp klukkan 05:00 (á staðartíma) á morgun verður ráðist á hermenn og landssvæði úkraínska hersins á Krímskaga,“ er haft eftir talsmanni ráðuneytisins. Forsætisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev ítrekaði fyrri ummæli Pútíns í samtali sínu við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í dag. Medvedev sagði að hann teldi nauðsynlegt „að standa vörð um hagsmuni úkraínskra ríkisborgara, þar með talið íbúa Krímskagans, og Rússa sem búsettir eru í Úkraínu.“ Forsætisráðherrann bætti við að hann hygðist flýta byggingu nýrrar brúar milli Krímskaga og Rússlands sem myndi bæta mikið samgöngur til og frá svæðinu. Þó engum skotum hafi verið hleypt af er Krímskaginn nú þegar undir stjórn Rússlands. Stöðugt fjölgar í hersveitum Rússa á svæðinu og þúsundir sérþjálfaðra hermanna eru nú margfalt fleiri en heimavarnarliðið sem fyrir var á Krímskaga. Úkraínskir landamæraverðir hafa tilkynnt yfirvöldum að fjöldi brynvarðra vagna sé tekinn að safnast saman við landamæri ríkjanna en Rússar hafa náð stjórn á öllum sjóflutningnum milli Krímskaga og Rússlands. Ekki er útilokað að átökin breiðist til annarra staða í Úkraínu, einkum austurhluta landsins þar sem rússneskumælandi íbúar eru fjölmennastir. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að utanríkisráðherrar hinna ýmsu ríkja, G8 ríkjanna þar með talið, íhugi að beita Rússa viðskiptaþvingunum ef Rússar grípa til hernaðar. Að ríkin muni beita sér fyrir því að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og að jafnvel gæti komið til eignafrystinga.
Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19
Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34
Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28
Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34
Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48