Talsmaður sjónvarpsstöðvar NFL-deildarinnar, NFL Network, staðfesti í dag að stöðin væri búin að reka Darren Sharper, fyrrum leikmann í deildinni.
Sharper er sagður vera raðnauðgari en hann er grunaður um níu nauðganir í fimm fylkjum Bandaríkjanna.
Hann gaf sig fram við lögregluna síðasta fimmtudag og verður réttað yfir honum á næstunni.
Sharper, sem lék með New Orleans, Green Bay og Minnesota, á ferlinum neitar öllum ásökunum.
Meintur raðnauðgari rekinn frá NFL Network
