Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, var valinn besti leikmaðurinn en hann hefur farið á kostum með KR í vetur og setti nýtt met í þrennum eins og ítarlega var farið yfir í Fréttablaðinu í morgun.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var valinn besti þjálfarinn en hann setti nýtt met í deildinni yfir bestan árangur þjálfara á fyrsta ári. Finnur vann 21 leik og tapaði aðeins einum.
Darri Hilmarsson, leikmaður KR, valinn mesti dugnarforkurinn en þau verðlaun hlýtur sá leikmaður sem skilar óeigingjörnu hlutverki og er kannski ekki alltaf efstur á tölfærðiskýrslunni.
Eins og í fyrri hlutanum var SigmundurMárHerbertsson valinn besti dómarinn.
Einnig var valið fimm manna úrvalslið en í því eru tveir KR-ingar; Pavel Ermolinskij og MartinHermannsson. Auk þeirra eru í liðinu miðherjarnir MichaelCraion úr Keflavík, Ragnar Nathanaelsson úr Þór Þorlákshöfn og Sigurður Gunnar Þorsteinsson úr Grindavík.
