Umfjöllun, viðtöl og tölfræði: Valur - Snæfell 78-66 | Valskonur jafna einvígið Elvar Geir Magnússon skrifar 17. mars 2014 21:15 Valur vann flottan sigur 78-66 í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna í undanúrslitum en deildarmeistarar Snæfells unnu fyrri leikinn og staðan því 1-1 í einvíginu. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki. Snæfell varð fyrir því óláni að bæði ChynnaBrown og HugrúnEva Valdimarsdóttir meiddust í síðasta leik og léku ekki í kvöld. Hugrún verður ekki meira með á tímabilinu. Þessar fréttir gáfu Val byr undir báða vængi. Snæfell byrjaði leikinn í kvöld reyndar prýðilega og náði tíu stiga forskoti. En Valsliðið efldist í stað þess að leggja árar í bát og lauk fyrri hálfleiknum með frábærum kafla. Valur náði þægilegri forystu og með skynsemi hleypti það Snæfelli ekki of nálægt sér. Á miðvikudaginn mætast liðin aftur, þá í Stykkishólmi.Ingi Þór Steinþórsson: Hlutirnir oft erfiðari þegar sjónvarpið er í gangi"Það voru mörg mistök hjá okkur sem gáfu þeim beint körfu eða góða stöðu. Það var of mikið af töpuðum boltum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Snæfell byrjaði leikinn prýðilega og náði tíu stiga forystu en svo fór allt í baklás. "Við urðum ragar um leið og liðið fór að gera mistök. Við fórum út úr því sem við vorum að gera. Við fengum ágætis tækifæri til að saxa á forskotið en nýttum þau ekki. Þegar okkur fannst við þurfa að laga eitthvað skutum við ótímabærum skotum og fengum hraðaupphlaup á okkur í staðinn." Ingi var allt annað en sáttur við að fá tæknivillu í lok fyrri hálfleiks. "Ég var ósáttur við einn dóm og fékk aðvörun. Ég snéri mér við en fékk tæknivillu þrátt fyrir að hafa ekki verið neitt dónalegur. Svona er bara lífið og þegar sjónvarpið er í gangi þá eru hlutirnir oft erfiðari. Ég var ekki ókurteis en það má ekkert í dag. En þessi dómur breytti ekki úrslitum leiksins," sagði Ingi en leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meiðslavandræði Snæfells hafa sett strik í reikninginn hjá Inga en næsti leikur verður strax á miðvikudag. "Þetta er spilað alltof þétt. Öll liðin fjögur hljóta að vera ósátt. Einhverjar Valsstelpur snéru sig í dag og það sama er hjá okkur. Einn dagur eða tveir milli leikja myndi bjóða upp á meiri gæði í einvíginu. Við verðum samt tilbúnar á miðvikudag og seljum okkur dýrt í Stykkishólmi."Ágúst Björgvinsson: Anna bar upp sóknarleikinn"Við vorum að spila taktískt vel varnarlega," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. "Þetta gekk betur upp en í síðasta leik. Við byrjuðum ekki vel og ætluðum að gera of mikið í einu og vinna leikinn á fyrstu mínútunum. Snæfell er með hörkusterkt lið þó það vanti einhverja leikmenn, þær hafa sýnt það í vetur. Við þurfum að spila vel til að taka þær aftur í næsta leik." "Það var ánægjulegt í sóknarleiknum okkar að við héldum boltanum ágætlega en vorum samt sem áður of örar. Þegar við náðum aðeins meiri yfirvegun í því gekk sóknarleikurinn betur og Anna bar upp sóknarleikinn hjá okkur í dag." "Það er Stykkishólmur á miðvikudaginn og við eigum fullt inni. Við verðum bara að mæta tilbúnar í Hólminn. Nú er staðan í einvíginu bara 0-0."Valur-Snæfell 78-66 (16-21, 25-11, 17-12, 20-22)Valur: Anna Alys Martin 38/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 13, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/8 fráköst/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, María Björnsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 20/9 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 10/8 fráköst/9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/15 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 2.LEIK LOKIÐ: Valur 78-66 Snæfell. Viðtöl koma inn bráðlega...4. leikhluti: Valur 77-64 Snæfell. Það má setja (Staðfest) svigann við sigur Vals.4. leikhluti: Valur 68-57 Snæfell. Anna Alys komin með 28 stig. Valur vinnur boltann. Þetta er að fjara út fyrir Snæfell. Aðeins 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Valur 66-57 Snæfell. Leikhlé tekið og vallarþulurinn hleður í "Mambo nr. 5" með Lou Bega. Þetta varð að koma fram.4. leikhluti: Valur 64-54 Snæfell. 5 mínútur eftir. Valur heldur áfram að keyra greiðlega.4. leikhluti: Valur 60-50 Snæfell. Munurinn tíu stig sem telst nú ekkert ógnvænlegt í körfubolta. Það er þó ljóst að Valur þarf að gefa eftir og Snæfell að komast í alvöru gír til að einvígið standi ekki 1-1 eftir þennan leik.3. leikhuta lokið: Valur 58-44 Snæfell. Anna Alys Martin er á eldi, komin með 24 stig.3. leikhluti: Valur 56-44 Snæfell. Gengur erfiðlega fyrir Snæfell að brúa bilið af einhverju viti. Valsliðið að spila þetta af skynsemi.3. leikhluti: Valur 51-38 Snæfell. Valskonur eru ekkert á því að gefa eftir. Þær halda áfram þar sem frá var horfið og munurinn orðinn 13 stig. Mesti munurinn í leiknum.3. leikhluti hafinn: Búið að fylla á kaffibollana í fréttamannastúkunni. Verður fróðlegt að sjá hvort Valur haldi uppteknum hætti frá þessum frábæra lokaspretti á fyrri hálfleiknum eða hvort Ingi Þór hafi náð að kveikja neistann aftur í sínu liði.Hálfleikur: Anna Alys Martin er stigahæst hjá Val með 17 stig/3 fráköst, Hallveig Jónsdóttir er með 8 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir 6 stig hvor. Hjá Snæfelli er Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 12 stig/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir er með 8 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir 7 stig.Hálfleikur: Ingi Þór var að krefjast skýringa frá Kristni Óskarssyni dómara þegar Arnar Björnsson mætti við hlið þeirra með hljóðnema. Kristinn ýtti hljóðnemanum svo hann féll á gólfið.Hálfleikur: Valur 41-32 Snæfell. Frábær lokasprettur Vals í þessum leik gerir að verkum að liðið er með níu stiga forystu. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells fékk á sig tæknivillu sem hann var allt annað en sáttur með. Ingi er eldrauður og ósáttur.2. leikhluti: Valur 35-32 Snæfell. Mínúta til hálfleiks.2. leikhluti: Valur 33-30 Snæfell. Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir er komin með tvær villur en hefur enn ekki komist á stigablaðið. Helgar var kölluð inn í Snæfellsliðið vegna meiðsla en hún hefur ekkert leikið með liðinu í vetur.2. leikhluti: Valur 31-30 Snæfell. Valskonur komast í fyrsta sinn yfir í leiknum! Ragnheiður Benónísdóttir örugg á vítalínunni og setti bæði skotin niður!2. leikhluti: Valur 29-30 Snæfell. Flottur kafli hjá Valskonum sem ná að minnka muninn í eitt stig! Allt í gangi.2. leikhluti: Valur 23-28 Snæfell. Mikilvægt hjá Val að svara þessu strax! Anna Alys Martin setti niður þriggja stiga körfu með glæsibrag og heldur spennunni.2. leikhluti: Valur 18-28 Snæfell. Risastór karfa! Helga Hjördís Björgvinsdóttir með þriggja stiga körfu og munurinn orðinn tíu stig.2. leikhluti: Valur 18-23 Snæfell. Guðrún Gróa komin með 8 stig fyrir Snæfell og Eva Kristjánsdóttir 6. Stigaskorunin dreifist hjá heimaliðinu.1. leikhluta lokið: 16-21. Þá tekur við Domino´s skotið þar sem heppinn áhorfandi reynir að vinna ársbirgðir af pizzum... nei hittir ekki.1. leikhluti: Valur 16-21 Snæfell. Leikmenn eru farnir að hitna eftir bras við að hitta ofan í körfuna í byrjun.1. leikhluti: Valur 6-11 Snæfell. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir komin með sex stig. Gaman að segja frá því að helsti stuðningsmaður Vals er að sjálfsögðu mættir og öskrar "Vaaaaluuur". Enginn tekur undir en það skiptir litlu máli enda er hann með gullbarka.1. leikhluti: Valur 4-7 Snæfell. Fyrstu fimm stigin komu frá Snæfelli, þar á meðal þristur sem Helga Björgvinsdóttir skoraði. Leikurinn hafinn: Það eru heimakonur sem byrja í sókn.Fyrir leik: Það eru feðgar sem sjá um að flauta. Kristinn Óskarsson og sonur hans Ísak Ernir Kristinsson sem er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik... sárafáir mættir. En þetta er Ísland og fólk er ekki mikið fyrir að koma á réttum tíma. Vonandi mun fjölga talsvert á næstu mínútum svo þetta verði ekki vandræðalegt.Fyrir leik: Í fyrsta leiknum varð leikurinn mun jafnaði þegar Chynna Brown meiddist en hún spilar ekki í kvöld. Forysta Snæfells var þá orðin of mikil en það má búast við jöfnum slag.Fyrir leik: Í þessum skrifuðu orðum er um hálftími í leikinn og verið að gera allt klárt á gólfinu á Vodafone-Hlíðarenda. Einnig er hægt að horfa á leikinn á Stöð 2 Sport og er Arnar Björnsson mættur að gera allt klárt fyrir útsendinguna.Vísir / Valgarður Gíslason Dominos-deild kvenna Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Sjá meira
Valur vann flottan sigur 78-66 í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna í undanúrslitum en deildarmeistarar Snæfells unnu fyrri leikinn og staðan því 1-1 í einvíginu. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki. Snæfell varð fyrir því óláni að bæði ChynnaBrown og HugrúnEva Valdimarsdóttir meiddust í síðasta leik og léku ekki í kvöld. Hugrún verður ekki meira með á tímabilinu. Þessar fréttir gáfu Val byr undir báða vængi. Snæfell byrjaði leikinn í kvöld reyndar prýðilega og náði tíu stiga forskoti. En Valsliðið efldist í stað þess að leggja árar í bát og lauk fyrri hálfleiknum með frábærum kafla. Valur náði þægilegri forystu og með skynsemi hleypti það Snæfelli ekki of nálægt sér. Á miðvikudaginn mætast liðin aftur, þá í Stykkishólmi.Ingi Þór Steinþórsson: Hlutirnir oft erfiðari þegar sjónvarpið er í gangi"Það voru mörg mistök hjá okkur sem gáfu þeim beint körfu eða góða stöðu. Það var of mikið af töpuðum boltum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Snæfell byrjaði leikinn prýðilega og náði tíu stiga forystu en svo fór allt í baklás. "Við urðum ragar um leið og liðið fór að gera mistök. Við fórum út úr því sem við vorum að gera. Við fengum ágætis tækifæri til að saxa á forskotið en nýttum þau ekki. Þegar okkur fannst við þurfa að laga eitthvað skutum við ótímabærum skotum og fengum hraðaupphlaup á okkur í staðinn." Ingi var allt annað en sáttur við að fá tæknivillu í lok fyrri hálfleiks. "Ég var ósáttur við einn dóm og fékk aðvörun. Ég snéri mér við en fékk tæknivillu þrátt fyrir að hafa ekki verið neitt dónalegur. Svona er bara lífið og þegar sjónvarpið er í gangi þá eru hlutirnir oft erfiðari. Ég var ekki ókurteis en það má ekkert í dag. En þessi dómur breytti ekki úrslitum leiksins," sagði Ingi en leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meiðslavandræði Snæfells hafa sett strik í reikninginn hjá Inga en næsti leikur verður strax á miðvikudag. "Þetta er spilað alltof þétt. Öll liðin fjögur hljóta að vera ósátt. Einhverjar Valsstelpur snéru sig í dag og það sama er hjá okkur. Einn dagur eða tveir milli leikja myndi bjóða upp á meiri gæði í einvíginu. Við verðum samt tilbúnar á miðvikudag og seljum okkur dýrt í Stykkishólmi."Ágúst Björgvinsson: Anna bar upp sóknarleikinn"Við vorum að spila taktískt vel varnarlega," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. "Þetta gekk betur upp en í síðasta leik. Við byrjuðum ekki vel og ætluðum að gera of mikið í einu og vinna leikinn á fyrstu mínútunum. Snæfell er með hörkusterkt lið þó það vanti einhverja leikmenn, þær hafa sýnt það í vetur. Við þurfum að spila vel til að taka þær aftur í næsta leik." "Það var ánægjulegt í sóknarleiknum okkar að við héldum boltanum ágætlega en vorum samt sem áður of örar. Þegar við náðum aðeins meiri yfirvegun í því gekk sóknarleikurinn betur og Anna bar upp sóknarleikinn hjá okkur í dag." "Það er Stykkishólmur á miðvikudaginn og við eigum fullt inni. Við verðum bara að mæta tilbúnar í Hólminn. Nú er staðan í einvíginu bara 0-0."Valur-Snæfell 78-66 (16-21, 25-11, 17-12, 20-22)Valur: Anna Alys Martin 38/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 13, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/8 fráköst/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, María Björnsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 20/9 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 10/8 fráköst/9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/15 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 2.LEIK LOKIÐ: Valur 78-66 Snæfell. Viðtöl koma inn bráðlega...4. leikhluti: Valur 77-64 Snæfell. Það má setja (Staðfest) svigann við sigur Vals.4. leikhluti: Valur 68-57 Snæfell. Anna Alys komin með 28 stig. Valur vinnur boltann. Þetta er að fjara út fyrir Snæfell. Aðeins 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Valur 66-57 Snæfell. Leikhlé tekið og vallarþulurinn hleður í "Mambo nr. 5" með Lou Bega. Þetta varð að koma fram.4. leikhluti: Valur 64-54 Snæfell. 5 mínútur eftir. Valur heldur áfram að keyra greiðlega.4. leikhluti: Valur 60-50 Snæfell. Munurinn tíu stig sem telst nú ekkert ógnvænlegt í körfubolta. Það er þó ljóst að Valur þarf að gefa eftir og Snæfell að komast í alvöru gír til að einvígið standi ekki 1-1 eftir þennan leik.3. leikhuta lokið: Valur 58-44 Snæfell. Anna Alys Martin er á eldi, komin með 24 stig.3. leikhluti: Valur 56-44 Snæfell. Gengur erfiðlega fyrir Snæfell að brúa bilið af einhverju viti. Valsliðið að spila þetta af skynsemi.3. leikhluti: Valur 51-38 Snæfell. Valskonur eru ekkert á því að gefa eftir. Þær halda áfram þar sem frá var horfið og munurinn orðinn 13 stig. Mesti munurinn í leiknum.3. leikhluti hafinn: Búið að fylla á kaffibollana í fréttamannastúkunni. Verður fróðlegt að sjá hvort Valur haldi uppteknum hætti frá þessum frábæra lokaspretti á fyrri hálfleiknum eða hvort Ingi Þór hafi náð að kveikja neistann aftur í sínu liði.Hálfleikur: Anna Alys Martin er stigahæst hjá Val með 17 stig/3 fráköst, Hallveig Jónsdóttir er með 8 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir 6 stig hvor. Hjá Snæfelli er Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 12 stig/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir er með 8 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir 7 stig.Hálfleikur: Ingi Þór var að krefjast skýringa frá Kristni Óskarssyni dómara þegar Arnar Björnsson mætti við hlið þeirra með hljóðnema. Kristinn ýtti hljóðnemanum svo hann féll á gólfið.Hálfleikur: Valur 41-32 Snæfell. Frábær lokasprettur Vals í þessum leik gerir að verkum að liðið er með níu stiga forystu. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells fékk á sig tæknivillu sem hann var allt annað en sáttur með. Ingi er eldrauður og ósáttur.2. leikhluti: Valur 35-32 Snæfell. Mínúta til hálfleiks.2. leikhluti: Valur 33-30 Snæfell. Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir er komin með tvær villur en hefur enn ekki komist á stigablaðið. Helgar var kölluð inn í Snæfellsliðið vegna meiðsla en hún hefur ekkert leikið með liðinu í vetur.2. leikhluti: Valur 31-30 Snæfell. Valskonur komast í fyrsta sinn yfir í leiknum! Ragnheiður Benónísdóttir örugg á vítalínunni og setti bæði skotin niður!2. leikhluti: Valur 29-30 Snæfell. Flottur kafli hjá Valskonum sem ná að minnka muninn í eitt stig! Allt í gangi.2. leikhluti: Valur 23-28 Snæfell. Mikilvægt hjá Val að svara þessu strax! Anna Alys Martin setti niður þriggja stiga körfu með glæsibrag og heldur spennunni.2. leikhluti: Valur 18-28 Snæfell. Risastór karfa! Helga Hjördís Björgvinsdóttir með þriggja stiga körfu og munurinn orðinn tíu stig.2. leikhluti: Valur 18-23 Snæfell. Guðrún Gróa komin með 8 stig fyrir Snæfell og Eva Kristjánsdóttir 6. Stigaskorunin dreifist hjá heimaliðinu.1. leikhluta lokið: 16-21. Þá tekur við Domino´s skotið þar sem heppinn áhorfandi reynir að vinna ársbirgðir af pizzum... nei hittir ekki.1. leikhluti: Valur 16-21 Snæfell. Leikmenn eru farnir að hitna eftir bras við að hitta ofan í körfuna í byrjun.1. leikhluti: Valur 6-11 Snæfell. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir komin með sex stig. Gaman að segja frá því að helsti stuðningsmaður Vals er að sjálfsögðu mættir og öskrar "Vaaaaluuur". Enginn tekur undir en það skiptir litlu máli enda er hann með gullbarka.1. leikhluti: Valur 4-7 Snæfell. Fyrstu fimm stigin komu frá Snæfelli, þar á meðal þristur sem Helga Björgvinsdóttir skoraði. Leikurinn hafinn: Það eru heimakonur sem byrja í sókn.Fyrir leik: Það eru feðgar sem sjá um að flauta. Kristinn Óskarsson og sonur hans Ísak Ernir Kristinsson sem er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik... sárafáir mættir. En þetta er Ísland og fólk er ekki mikið fyrir að koma á réttum tíma. Vonandi mun fjölga talsvert á næstu mínútum svo þetta verði ekki vandræðalegt.Fyrir leik: Í fyrsta leiknum varð leikurinn mun jafnaði þegar Chynna Brown meiddist en hún spilar ekki í kvöld. Forysta Snæfells var þá orðin of mikil en það má búast við jöfnum slag.Fyrir leik: Í þessum skrifuðu orðum er um hálftími í leikinn og verið að gera allt klárt á gólfinu á Vodafone-Hlíðarenda. Einnig er hægt að horfa á leikinn á Stöð 2 Sport og er Arnar Björnsson mættur að gera allt klárt fyrir útsendinguna.Vísir / Valgarður Gíslason
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Sjá meira