Ísland vann Svíþjóð og fékk brons á Algarve Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2014 12:56 Frábær árangur hjá stelpunum. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Ísland kom fram hefndum gegn Svíþjóð frá tapinu á EM síðasta sumar með því að vinna Svía, 2-1, í leiknum um þriðja sætið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. Fékk íslenska liðið því bronsverðlaun á mótinu og er þetta í annað sinn sem liðið fær verðlaun á Algarve.Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands á 28. mínútu þegar hún slapp ein í gegnum vörn Svía og kom boltanum í netið, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. Aðeins þremur mínútum síðar barst boltinn aftur inn fyrir vörn Svía þar sem markadrottning Harpa Þorsteinsdóttir var með allt á hreinu og jók forystu Íslands í 2-0. Þannig stóð í hálfleik. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fékk FanndísFriðriksdóttir dauðafæri sem henni tókst ekki að nýta en Svíar sóttu þó meira í síðari hálfleik. Íslenska liðið varðist vel í seinni hálfleik en tókst þó ekki að halda hreinu. Þær sænsku minnkuðu muninn, 2-1, með marki Antoniu Göransson á 90. mínútu leiksins. Okkar stúlkur héldur þó út í uppbótartímanum og lönduðu fræknum og góðum sigri á sterku liði Svíþjóðar sem komst í undanúrslit á EM á heimavelli síðasta sumar með því að vinna Ísland, 4-0.Freyr Alexandersson var að stýra íslenska liðinu í fyrsta skipti á Algarve-mótinu og vann til verðlauna með liðið á sínu fyrsta móti. Stelpurnar fengu skell gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en hristu hann af sér og unnu þrjá leiki í röð; gegn Noregi, Kína og Svíþjóð.Dóra María Lárusdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í dag í sínum 100. landsleik en Þóra B. Helgadóttir spilaði einnig sinn 100. landsleik fyrr á mótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00 Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ísland kom fram hefndum gegn Svíþjóð frá tapinu á EM síðasta sumar með því að vinna Svía, 2-1, í leiknum um þriðja sætið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. Fékk íslenska liðið því bronsverðlaun á mótinu og er þetta í annað sinn sem liðið fær verðlaun á Algarve.Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands á 28. mínútu þegar hún slapp ein í gegnum vörn Svía og kom boltanum í netið, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. Aðeins þremur mínútum síðar barst boltinn aftur inn fyrir vörn Svía þar sem markadrottning Harpa Þorsteinsdóttir var með allt á hreinu og jók forystu Íslands í 2-0. Þannig stóð í hálfleik. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fékk FanndísFriðriksdóttir dauðafæri sem henni tókst ekki að nýta en Svíar sóttu þó meira í síðari hálfleik. Íslenska liðið varðist vel í seinni hálfleik en tókst þó ekki að halda hreinu. Þær sænsku minnkuðu muninn, 2-1, með marki Antoniu Göransson á 90. mínútu leiksins. Okkar stúlkur héldur þó út í uppbótartímanum og lönduðu fræknum og góðum sigri á sterku liði Svíþjóðar sem komst í undanúrslit á EM á heimavelli síðasta sumar með því að vinna Ísland, 4-0.Freyr Alexandersson var að stýra íslenska liðinu í fyrsta skipti á Algarve-mótinu og vann til verðlauna með liðið á sínu fyrsta móti. Stelpurnar fengu skell gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en hristu hann af sér og unnu þrjá leiki í röð; gegn Noregi, Kína og Svíþjóð.Dóra María Lárusdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í dag í sínum 100. landsleik en Þóra B. Helgadóttir spilaði einnig sinn 100. landsleik fyrr á mótinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00 Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00
Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45