Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 10. mars 2014 22:07 "Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna. Vísir/Getty Dæmi eru um að fólk hafi sagst ætla að hætta að styrkja Barnaheill eftir viðtal við starfsmann samtakanna fyrr í dag er snerti bardagakappann Gunnar Nelson. Þetta kemur fram í máli framkvæmdastjórans, Ernu Reynisdóttur, við Vísi í kvöld. Gunnar vann sigur á Rússanum Omari Ahkmedov í UFC-bardaga í London á laugardagskvöld. Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið á samfélagsmiðlum um UFC, hvort um íþrótt væri að ræða eða hreinlega ofbeldi. Sýnist sitt hverjum. Í samtali Margrétar Júlíu Rafnsdóttur hjá Barnaheillum við Vísi fyrr í dag sagðist hún líta svo á að um ofbeldi væri að ræða. Ofbeldismyndir væru bannaðar börnum þannig að hið sama ætti að gilda um bardaga sem þessa. „Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi,“ sagði Margrét. Erna segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrrnefnt viðtal við starfsmann Barnaheilla, að verið sé að ráðast á Gunnar sem persónu. „Fyrirsögn fréttarinnar er ekki komin frá samtökunum, eða starfsmanni þeirra. Orðfærið „stórhættuleg fyrirmynd” var liður í spurningu fréttamannsins og slegið upp eins og það kæmi frá samtökunum. Starfsmaður samtakanna vildi fyrst og fremst leggja áherslu á að bardagar væru ekki til eftirbreytni fyrir börn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Erna segir það skrítið ef samtökin gæfu frá sér þá yfirlýsingu að það væri í lagi að börn horfðu á ofbeldi og það væri þeim óskaðlegt. Hún minnir á að börn eigi bæði rétt á vernd gegn ofbeldi og því að horfa á ofbeldi. Það megi svo ræða það hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Það sem skipti máli sé það sem börnin sjái út úr þessu. Það sé það sem samtökin einblíni á. Þó sum börn eigi foreldra, sem geti útskýrt fyrir þeim hvað sé að gerast þegar þau sjá slíkar bardagaíþróttir, búi ekki öll börn svo vel. „Við viljum vekja athygli á því að líkamlegt ofbeldi í sjónvarpi getur haft slæm áhrif á börn,” segir Erna. „Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur meðal annars áhyggjur af tvíþættum áhrifum ofbeldisfulls efnis í sjónmiðlum. Í fyrsta lagi kunni börn að gerast ónæm fyrir alvarleika ofbeldis og í öðru lagi kunni þau að leika eftir einstaka ofbeldishegðun.“Barnaheill starfa með mannréttindi barna að leiðarljósi Barnaheill harma viðbrögðin við fréttinni. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem reiði sig á framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum. Öll neikvæð umræða um samtökin komi sér því illa. „Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna. MMA Tengdar fréttir „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi sagst ætla að hætta að styrkja Barnaheill eftir viðtal við starfsmann samtakanna fyrr í dag er snerti bardagakappann Gunnar Nelson. Þetta kemur fram í máli framkvæmdastjórans, Ernu Reynisdóttur, við Vísi í kvöld. Gunnar vann sigur á Rússanum Omari Ahkmedov í UFC-bardaga í London á laugardagskvöld. Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið á samfélagsmiðlum um UFC, hvort um íþrótt væri að ræða eða hreinlega ofbeldi. Sýnist sitt hverjum. Í samtali Margrétar Júlíu Rafnsdóttur hjá Barnaheillum við Vísi fyrr í dag sagðist hún líta svo á að um ofbeldi væri að ræða. Ofbeldismyndir væru bannaðar börnum þannig að hið sama ætti að gilda um bardaga sem þessa. „Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi,“ sagði Margrét. Erna segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrrnefnt viðtal við starfsmann Barnaheilla, að verið sé að ráðast á Gunnar sem persónu. „Fyrirsögn fréttarinnar er ekki komin frá samtökunum, eða starfsmanni þeirra. Orðfærið „stórhættuleg fyrirmynd” var liður í spurningu fréttamannsins og slegið upp eins og það kæmi frá samtökunum. Starfsmaður samtakanna vildi fyrst og fremst leggja áherslu á að bardagar væru ekki til eftirbreytni fyrir börn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Erna segir það skrítið ef samtökin gæfu frá sér þá yfirlýsingu að það væri í lagi að börn horfðu á ofbeldi og það væri þeim óskaðlegt. Hún minnir á að börn eigi bæði rétt á vernd gegn ofbeldi og því að horfa á ofbeldi. Það megi svo ræða það hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Það sem skipti máli sé það sem börnin sjái út úr þessu. Það sé það sem samtökin einblíni á. Þó sum börn eigi foreldra, sem geti útskýrt fyrir þeim hvað sé að gerast þegar þau sjá slíkar bardagaíþróttir, búi ekki öll börn svo vel. „Við viljum vekja athygli á því að líkamlegt ofbeldi í sjónvarpi getur haft slæm áhrif á börn,” segir Erna. „Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur meðal annars áhyggjur af tvíþættum áhrifum ofbeldisfulls efnis í sjónmiðlum. Í fyrsta lagi kunni börn að gerast ónæm fyrir alvarleika ofbeldis og í öðru lagi kunni þau að leika eftir einstaka ofbeldishegðun.“Barnaheill starfa með mannréttindi barna að leiðarljósi Barnaheill harma viðbrögðin við fréttinni. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem reiði sig á framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum. Öll neikvæð umræða um samtökin komi sér því illa. „Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna.
MMA Tengdar fréttir „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57
Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35