Bandaríkin langbest í Sopot | Settu eina heimsmetið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 15:45 Kind Butler hinn þriðji, David Verburg, Calvin Smith og Kyle Clemons fagna heimsmetinu. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira