Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt.
Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki.
Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf.
Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum.
Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti.
Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.


