Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2014 23:58 Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór. Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór.
Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33