Snæfell tók forystu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna eftir 59-50 sigur á Haukum í fyrsta leiknum í Stykkishólmi í gær.
Snæfell er fyrsta liðið í ellefu ár sem nær að halda liði í 50 stigum í leik í lokaúrslitum kvenna eða síðan að Keflavík vann 75-47 sigur á KR í fyrsta leik í úrslitunum árið 2003.
Haukakonur nýttu aðeins 18 af 68 skotum sínum í leiknum (26 prósent skotnýting) og töpuðu fimmtán boltum að auki. Liðið var ekki búið að spila í tíu daga og það hjálpaði örugglega ekki á móti sterkri vörn Hólmara.
Haukaliðið skoraði á bilinu 11 til 14 stig í öllum leikhlutunum fjórum, mest 14 stig í lokaleikhlutanum en minnst 11 stig í þriðja leikhlutanum.
Fæst stig á sig í einum leik í lokaúrslitum kvenna frá 2003:
47 - Keflavík á móti KR í leik eitt 2003
50 - Snæfell á móti Haukum í leik eitt 2014
51 - Keflavík á móti KR í leik þrjú 2013
51 - Keflavík á móti Njarðvík í leik þrjú 2011
52 - Keflavík á móti KR í leik eitt 2013
52 - KR á móti Haukum í leik eitt 2009
Besta vörnin í lokaúrslitunum kvenna í ellefu ár

Tengdar fréttir

Snæfellskonur áfram kanalausar í kvöld
Snæfell verður ekki með bandarískan leikmann í kvöld í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Gunnhildur ein á móti restinni af fjölskyldunni
Haukakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir er í afar sérstakri stöðu í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta sem hefjast í Stykkishólmi í kvöld. Hún er ekki bara að keppa á móti Snæfelli heldur í raun allri fjölskyldunni.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 59-50 | Snæfell tók forystuna
Snæfell bar sigurorð af Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 59-50.