Gunnhildur ein á móti restinni af fjölskyldunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 11:15 Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarni Magnússon þjálfari Hauka. Vísir/Valli Haukakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir er í afar sérstakri stöðu í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta sem hefjast í Stykkishólmi í kvöld. Hún er ekki bara að keppa á móti Snæfelli heldur í raun allri fjölskyldunni. Systir hennar, Berglind, er leikmaður Snæfells, faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Kd. Snæfells, og öll fjölskyldan er miklir Hólmarar. „Bikararnir verða í fjölskyldunni sama hvernig þetta endar,“ segir Gunnhildur létt. „Þetta er mjög erfitt og ég get alveg viðurkennt það. Það er samt sérstaklega erfitt að sjá níræðan afa sinn sitja hinum megin í stúkunni eða fara á gamla heimavöllinn sinn því Snæfellshjartað slær þarna einhvers staðar undir. Ég er hins vegar að spila fyrir Haukana núna,“ segir Gunnhildur sem hefur spilað þar síðan haustið 2010. Hún er nú komin með reynslu af að mæta Snæfelli. „Þetta er alls ekki jafnerfitt og á fyrsta árinu því það var skelfilegt,“ segir Gunnhildur. Snæfell er í lokaúrslitunum í fyrsta sinn en Gunnhildur var á sama stað með Haukunum fyrir tveimur árum. „Ég veit hvað það er að tapa í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og það er ekki möguleiki að það gerist aftur núna,“ segir Gunnhildur ákveðin. Lele Hardy hefur verið frábær með Haukunum í vetur og athyglin hefur verið mikið á henni. „Lele er náttúrulega frábær leikmaður en við sýndum það í seríunni á móti Keflavík að við erum ekki eins manns lið. Það er búið að sýna sig að ef við leggjum allar eitthvað í púkkið þá vinnum við eins og við gerðum bæði í bikarúrslitunum og í seríunni á móti Keflavík,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur er þegar búin að fagna sigri á móti „fjölskyldunni“ því Haukar unnu Snæfell í bikarúrslitaleiknum sem er eini sigur Hauka á Snæfelli í vetur. „Þau samglöddust mér alveg og tóku kannski bara bikarúrslitadaginn til að jafna sig og svo var þetta vara búið. Ég fagnaði aftur á móti fram eftir öllu,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur átt fínt tímabil með Haukunum en hún er með 9,6 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrsti leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 18.00 í kvöld. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Haukakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir er í afar sérstakri stöðu í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta sem hefjast í Stykkishólmi í kvöld. Hún er ekki bara að keppa á móti Snæfelli heldur í raun allri fjölskyldunni. Systir hennar, Berglind, er leikmaður Snæfells, faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Kd. Snæfells, og öll fjölskyldan er miklir Hólmarar. „Bikararnir verða í fjölskyldunni sama hvernig þetta endar,“ segir Gunnhildur létt. „Þetta er mjög erfitt og ég get alveg viðurkennt það. Það er samt sérstaklega erfitt að sjá níræðan afa sinn sitja hinum megin í stúkunni eða fara á gamla heimavöllinn sinn því Snæfellshjartað slær þarna einhvers staðar undir. Ég er hins vegar að spila fyrir Haukana núna,“ segir Gunnhildur sem hefur spilað þar síðan haustið 2010. Hún er nú komin með reynslu af að mæta Snæfelli. „Þetta er alls ekki jafnerfitt og á fyrsta árinu því það var skelfilegt,“ segir Gunnhildur. Snæfell er í lokaúrslitunum í fyrsta sinn en Gunnhildur var á sama stað með Haukunum fyrir tveimur árum. „Ég veit hvað það er að tapa í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og það er ekki möguleiki að það gerist aftur núna,“ segir Gunnhildur ákveðin. Lele Hardy hefur verið frábær með Haukunum í vetur og athyglin hefur verið mikið á henni. „Lele er náttúrulega frábær leikmaður en við sýndum það í seríunni á móti Keflavík að við erum ekki eins manns lið. Það er búið að sýna sig að ef við leggjum allar eitthvað í púkkið þá vinnum við eins og við gerðum bæði í bikarúrslitunum og í seríunni á móti Keflavík,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur er þegar búin að fagna sigri á móti „fjölskyldunni“ því Haukar unnu Snæfell í bikarúrslitaleiknum sem er eini sigur Hauka á Snæfelli í vetur. „Þau samglöddust mér alveg og tóku kannski bara bikarúrslitadaginn til að jafna sig og svo var þetta vara búið. Ég fagnaði aftur á móti fram eftir öllu,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur átt fínt tímabil með Haukunum en hún er með 9,6 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrsti leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 18.00 í kvöld.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira