Á sunnudag býður Stöð 2 þjóðinni á risaviðburð þar sem leitin að næstu stjörnu Íslands tekur á sig nýja mynd.
Þá fer fyrsti undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent og verður þátturinn í beinni útsendingu og opinni dagskrá.
Keppnin fer fram fyrir fullu húsi í Austurbæ og er nú þegar uppselt á hana.
„Þið heima ráðið. Hringið og komið ykkar fólki að. Við höfum ekkert um þetta að segja. Nema að fara í fýlu ef þið veljið einhvern sem við viljum ekki sjá,“ sagði Bubbi Morthens, einn dómaranna, þegar Ísland í dag hitti á hann fyrr í dag.
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld verður tekið forskot á sæluna og farið yfir það helsta úr þáttunum í vetur. Ísland í dag hefst klukkan 18.55.
Fyrsti undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent verður síðan í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag klukkan 19.45.
Bubbi hefur ekkert um málið að segja
Tengdar fréttir

"Ég á mér helst þann draum að komast í betra húsnæði fyrir mig og stelpuna mína“
Alexander Aron er einn af keppendunum í fyrsta undanúrslitaþætti af Ísland Got Talent.

Tekur lög í karókí sem hún kannast ekki við
Iðunn Einarsdóttir syngur og spilar á gítar í undanúrslitum Ísland Got Talent.

Vilja senda pening til Filippseyja
Danshópurinn Swaggerific keppir í undanúrslitum Ísland Got Talent.

Vilja meika það erlendis sem tónlistarmenn
Arnar og Agnes reyna að heilla þjóðina í undanúrslitum Ísland Got Talent.


Auglýsing með Audda stendur upp úr
Sjö ára töframaðurinn Jón Arnór Pétursson vill komast í úrsilt í Ísland Got Talent.