Nonni Mæju fær kveðjur á fésbókinni: Öðlingur, snillingur og (sk)geggjaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2014 13:05 Jón Ólafur Jónsson. Vísir/Daníel Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira