Tónlist

Wu-Tang Clan gefur út nýja plötu - en aðeins í einu eintaki

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Rapparinn Method Man tryllir lýðinn á tónleikum í Þýskalandi.
Rapparinn Method Man tryllir lýðinn á tónleikum í Þýskalandi. Vísir/AFP
Rappsveitin Wu-Tang Clan hefur tekið upp nýja hljómplötu sem á að heita "Once Upon A Time In Shaolin". Það sem er einstakt við þessa plötu er að hún verður gefin út og seld í aðeins einu eintaki. Sveitin tilkynnti þetta í viðtali við tímaritið Forbes.

Verkið verður sýnt á söfnum um heim allan, en gestir munu geta hlustað á hana í sérstökum heyrnartólum til þess að fyrirbyggja óæskilegar upptökur. Platan inniheldur einhver 31 lög og verður 128 mínútna löng. Meðal annarra safna er Tate Modern í Lundúnum orðað við að ætla að standa fyrir sýningu. Ekkert er þó staðfest.

Seinna meir þegar platan hefur farið sína eigin óhefðbundnu tónleikaferð" um heim allan mun sveitin selja hana til hæstbjóðanda - og verðið mun að öllum líkindum hljóða upp á milljónir bandaríkjadala. Markmið sveitarinnar með þessum óhefðbundnu útgáfuaðferðum er að endurvekja þá hugmynd að tónlist sé raunverulegt listform, rétt eins og málverk eftir Monet.

Þá gæti efnaður einstaklingur keypt plötuna og haldið henni fyrir sjálfan sig, eða stór útgáfufyrirtæki keypt hana og gefið út á hefðbundinn hátt. 

Rappsveitin gaf nýlega út lagið Keep Watch. Hægt er að hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Wu-Tang birta myndir af Íslendingi

„Það var ótrúlegt að fá kveðju frá hetjunni sinni,“ segir Arnaldur Grétarsson. Skegg hans hefur vakið athygli meðlima Wu-Tang Clan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×