Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 88-84 | Naumur sigur húnanna Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 21. mars 2014 16:11 Logi Gunnarsson er stórskytta Njarðvíkur. Vísir/Valli Njarðvík er komið með 1-0 forystu gegn Haukum í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Eftir jafnan leik voru Haukar með forystuna lengst af í fjórða leikhluta en heimamenn gáfu í á lokasprettinum og tryggðu sér fjögurra stiga sigur. Miklu munaði um þriggja stiga körfu Elvars Más Friðrikssonar á lokamínútunni. Ekki veit blaðamaður hvort taugar leikmanna Njarðvíkur hafi verið að stríða þeim í upphafi leiks en satt besta segja var skotnýting þeirra afleit í fyrsta leikhluta. Haukar nýttu sér það til fullnustu og voru á tímabili með 14 stiga forskot, 7-14. Sóknarleikur þeirra gekk eins og smurð vél og vörnin var að stoppa heimamenn með góðum árangri. Haukar héldu í leikhléið milli fyrsta og annars leikhluta með 13 stiga forskot, 12-25 og ber að nefna það að Tracy Smith Jr. hafði skorað 11 af 12 stigum heimamanna. Þar af komu fimm stig af vítalínunni. Þjálfari Njarðvíkinga hellti úr skálum reiði sinnar yfir sína menn og komu Njarðvíkingar af miklum krafti út á völlinn í annan leikhluta. Sóknir heimamanna gengu betur og kerfin fengu að rúlla. Hægt og bítandi nöguðu þeir forskot gestanna niður og þegar gengið var til hálfleiks voru heimamenn með tveggja stiga forskot, 41-39. Njarðvíkingar bættu sig á öllum sviðum leiksins og unnu þeir annan fjórðung 29-14. Tracy Smith Jr. var atkvæðamestur heimamanna í hálfleik með 21 stig og 9 fráköst á meðan fyrrum Njarðvíkingur Sigurður Þór Einarsson fann sig vel fyrir Haukana og var með 13 stig í hálfleik. Hann var með 100% skotnýtingu í hálfleik, 1/1 í þristum, 3/3 í þristum og 2/2 af vítalínunni. Njarðvíkingar byrjuðu betur í seinni hálfleik og komust í sex stiga forystu en náðu þó ekki að slíta sig lengra frá Haukum sem klikkuðu á ansi mörgum vítum í upphafi hálfleiksins. Gestirnir náðu þó að góðum leikkafla og jöfnuðu metin í 52-52 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum og fór Terrence Watson þar fremstur í flokki. Liðin skiptust þá á að skora það sem eftir lifði af leikhlutanum en Haukar náðu þó að fara inn í leikhléið með þriggja stiga forskot. Gestirnir létu kné fylgja kviði í upphafi seinasta leikhlutans og voru komnir með sex stiga forskot þegar 6:33 voru eftir af leiknum. Þjálfari Njarðvíkur tók þá leikhlé en fyrst um sinn eftir leikhléið náðu þeir ekki að vinna á forskot gestanna. Fyrirliði Njarðvíkur, Elvar Már Friðrikssons skoraði þá mikilvæga þriggja stiga körfu og minnkaði þar með muninn í tvö stig og skömmu seinna fékk Terrence Watson sína fimmtu villu og tvær mínútur eftir. Njarðvíkingar voru þá komnir yfir og með mikilli seiglu náðu þeir að auka muninn í fimm stig og með skynsemi halda því forskoti þangað til leik lauk. Þeir þurftu þó á öðrum risaþrist frá Elvari að halda en Haukar reyndu eins og þeir gátu að þjarma að heimamönnum. Haukar byrjuðu að brjóta á leikmönnum Njarðvíkur til að freista gæfunnar en vítaskotin rötuðu rétta leið og tryggðu Njarðvíkingar sér sigur og um leið tóku forystu í einvíginu. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. en hann skoraði 33 stig og reif niður 18 fráköst að auki. Haukur Óskarsson var stigahæstur gestanna ásamt Terrence Watson með 21 stig en Watson hirti ein 18 fráköst að auki.Logi Gunnarsson: Söfnum í reynslubankann og ætlum að fara áfram Logi Gunnarsson skilaði fínni vakt fyrir Njarðvíkinga í kvöld og endaði með 16 stig. Hann var spurður út í gang mála í leikslok. „Kannski að menn hafi verið með smá sviðsskrekk í byrjun. Haukarnir gengu á lagið og nýttu skot sín virkilega vel. Ég er samt virkilega ánægður með hvað við vorum fljótir að ná þeim aftur, ég hélt að við myndum kannski ekki ná að komast yfir fyrr en í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með sprettinn undir lok hálfleiks og að hafa verið yfir í hálfleik það sýndi sterkan karakter af okkar hálfu. Þá var sviðsskrekkurinn búinn.“ „Það sem að skilaði okkur síðan sigrinum var að við reyndum að fara inn í teiginn. Við reyndum of mörg þriggja stiga skot þar sem við áttum frekar að senda hann inn í teig á Tracy Smith Jr., hann er náttúrulega óstöðvandi inn í teig. Ég er ánægður með að við gerðum það í lok leiksins, að við reyndum að finna hann stanslaust í teignum.“ Hann var beðinn um að rýna í næsta leik á Ásvöllum á mánudaginn. „Þetta verður svipað. Þetta er úrslitakeppnin og með hverjum leiknum venjumst við því að spila í úrslitakeppni. Þetta er lið sem hefur farið í úrslit undanfarin tvö ár og ekki komist í gegnum fyrstu umferðina og erum við bara að safna í reynslubankann og ætlum við að fara upp úr þessari umferð.“ Logi fékk að finna fyrir því í leiknum í kvöld og fékk tvær vænar byltur þar sem hann lá óvígur eftir og var hann spurður um ástandið á skrokknum. „Ég finn aðeins fyrir því núna og mun finna fyrir því í fyrramálið. Maður heldur samt bara áfram og verð ég góður á mánudaginn.“Ívar Ásgrímsson: Tókum rangar ákvarðanir í lokin „Ég er ánægður með okkar frammistöðu, að vísu tókum við nokkrar rangar ákvarðanir í lokin“, sagði þjálfari Hauka eftir leik. „Watson tók síðan mjög slæma ákvörðun í lokin þar sem hann fékk dæmdan á sig ruðning, sem var rétt dæmt og hann þarf aðeins að hugsa sinn gang í lok leiks. Heilt yfir vorum við þó að spila mjög vel. Elvar hittir úr svaka þristum í lokin, sem að vinna leikinn fyrir þá en það gekk allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við erum að spila á mörgum mönnum og eigum nokkra inni þannig að við erum með mikla breidd. Á meðan er Njarðvík að spila á sínum lykilmönnum allan leikin og held ég að það muni hafa áhrif ef serían fer í marga leiki.“ Ívar var spurður hvort hann þyrfti að breyta einhverju fyrir næsta leik. „Við lögðum áherslu á að stoppa Elvar og Loga og gekk það mjög vel, þeir þurftu að hafa fyrir öllu sem þeir ætluðu að gera. Við þurfum aðeins að reyna að stöðva Tracy betur en heilt yfir vorum við að gera góða hluti.“ „Heimavöllurinn hjá okkur verður mikilvægur eins og heimavöllurinn var mikilvægur fyrir Njarðvík í dag. Þeir hefðu aldrei hitt úr þessum þristum í lokin á Ásvöllum en hittu þeim hérna. Við mætum tilbúnir, við sjáum það að við getum unnið Njarðvík. Okkur líður aðeins eins og að við höfum klúðrað þessu í kvöld í stað þess að Njarðvík hafi unnið okkur. Við eigum nóg inni.“Njarðvík-Haukar 88-84 (12-25, 29-14, 17-22, 30-23)Njarðvík: Tracy Smith Jr. 33/18 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 16/9 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 4, Maciej Stanislav Baginski 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.Haukar: Terrence Watson 21/18 fráköst, Haukur Óskarsson 21, Sigurður Þór Einarsson 14, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 5, Kári Jónsson 4, Svavar Páll Pálsson 2, Helgi Björn Einarsson 2.4. leikhluti | 88-84: Leiknum er lokið með sigri heimamanna. Þetta var fjörugur leikur og höfðu heimamenn þetta á seiglunni.4. leikhluti | 88-84: Kári Jónsson með ótrúlegan þrist og munurinn er 2 stig. Brotið á Elvar aftur og bæði vítin fara ofan í. 8 sek. eftir.4. leikhluti | 84-81: Brotið á Elvari, vítin fóru bæði heim. 15 sek. eftir.4. leikhluti | 84-81: Haukar ná að minnka muninn í þrjú stig og Njarðvíkingar taka leikhlé til að stilla upp í lokakaflann. 16 sek. eftir.4. leikhluti | 84-79: Njarðvíkingum dæmdur boltinn og síðan er brotið á Loga Gunnarssyni. Hann fór á vítalínuna og nýtti eitt víti. 25 sek. eftir.4. leikhluti | 83-79: Haukar minnkuðu muninn í eitt stig en Elvar Már Friðriksson sendir risaþrist heim og Haukar neyðast til að taka aftur leikhlé þegar 32 sek. eru eftir. Þetta gæti verið nóg en ég ætla ekki að fullyrða neitt um það.4. leikhluti | 80-77: Smith Jr. skorar og Haukar taka leikhlé þegar munurinn er þrjú stig og 58 sek. eru eftir.4. leikhluti | 78-77: Terrence Watson hefur lokið leik með fimm villur þegar tvær mínútur eru eftir.4. leikhluti | 78-77: Ólafur Helgi Jónsson skoraði fyrir Njarðvík og fékk víti að auki, það rataði heim. 2:04 eftir.4. leikhluti | 75-77: Njarðvíkingar jöfnuðu en Haukarnir voru fljótir að svara. 2:23 eftir.4. leikhluti | 73-75: Elvar Már með risaþrist og minnkar hann muninn í tvö stig. Haukar voru komnir með fimm stiga forskot. Leikhlé tekið þegar 2:55 eru eftir.4. leikhluti | 70-73: Nú eru vítaskotin að svíkja heimamenn, þriggja stiga munur og 3:52 eftir.4. leikhluti | 68-73: Terrence Watson með hörku seinni hálfleik þrátt fyrir villuvandræði. Hanna var að enda við að skora og fá villu, vítið nýtti hann einnig. 4:57 eftir.4. leikhluti | 67-69: Njarðvíkingar skora fjögur stig í röð og minnka muninn í tvö stig. 5:45 eftir.4. leikhluti | 63-69: Dómararnir stöðva leikinn þegar 6:33 eru eftir, Logi Gunnarss. hefur fengið högg á hausinn og virtist hann vankaður eftir það. Hann virðist ætla að hrista það af sér.4. leikhluti | 63-69: Emil Barja neglir niður þriggja skoti og Njarðvíkingar taka um leið leikhlé þegar 7:19 eru eftir af leiknum.4. leikhluti | 63-66: Það er skipst á að skora þessa stundina. Watson er kominn með fjórar villur sem eru slæmar fréttir fyrir gestina. 8:15 eftir.4. leikhluti | 61-64: Seinasti fjórðungur er hafinn og bæði lið misnota fyrstu sókn sína. Logi Gunnarsson jafnar síðan metin með þrist en Haukar svara um hæl. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 58-61: Það eru Haukar sem hafa þriggja stiga forskot fyrir fjórða leikhluta. Haukur Óskarsson lagði boltann í körfuna og Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sér lokasóknina sem þeir fengu. Rafmagnaður leikur.3. leikhluti | 58-59: Watson hamrarboltanum í körfuna og kemur Haukum einu stigi yfir. 41 sek. eftir.3. leikhluti | 58-57: Liðin skiptast á að skora og spennan er áþreifanleg. 1:12 eftir.3. leikhluti | 54-52: Smith Jr. skoraði og fékk villu að auki, vítaskotið geigaði. 2:09 eftir.3. leikhluti | 52-52: Watson aftur á ferðinni og nú jafnar hann leikinn. 2:19 eftir.3. leikhluti | 52-50: Watson er búinn að setja niður fjögur víti í röð og munurinn er tvö stig. 2:56 eftir.3. leikhluti | 52-46: Það er gífurleg spenna í húsinu. Sex stiga munur og 3:24 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti | 50-46: Njarðvíkingar hafa rofið 50 stiga múrinn og er Smith Jr. kominn með 23 af stigunum. 5 mín eftir.3. leikhluti | 48-43: Vítanýting Hauka í upphafi seinni hálfleiks er ekki góð ég held að hún sé 2/8. Það gæti kostað þá. 6 mín. eftir.3. leikhluti | 48-42: Logi Gunnarss. bætir við þremur stigum og Haukar taka leikhlé þegar 6:31 er eftir af fjórðungnum.3. leikhluti | 45-42: Logi Gunnarss. og Emil Barja eru báðir búnir að fá myndarlegar byltur í upphafi seinni hálfleiks, þeir voru þó fljótir að jafna sig. 6:54 eftir.3. leikhluti | 45-41: Njarðvíkingar skora sín fyrstu stig með þriggja stiga skoti og eru aftur komnir yfir. 8:12 eftir.3. leikhluti | 41-41: Haukar fyrstir á blað í seinni hálfleik og það er jafnt. 8:58 eftir.3. leikhluti | 41-39: Þriðji leikhluti er hafinn og það eru gestirnir sem byrja leikinn. 9:57 eftir.2. leikhluti | 41-39: Njarðvíkingar jöfnuðu leikinn og stálu síðan boltanum af Haukum og ætluðu sér lokaskotið. Brotið var á Elvari Má sem fór á vítalínuna og nýtti bæði skotin. Þar með komust heimamenn yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu leiksins. Haukar náðu lokaskoti sem geigaði og tveggja stiga forysta heimamanna í hálfleik.2. leikhluti | 37-39: Heimamenn náðu að jafna í skamma stund. Þetta er orðið leikur aftur. 1 mín eftir.2. leikhluti | 34-37: Njarðvíkingar stálu boltanum og skoruðu körfu nú er meiri kraftur í heimamönnum. 1:36 eftir.2. leikhluti | 32-37: Logi Gunnarsson braust að körfunni, lagði boltann í og fékk villu dæmda. Hann nýtti vítið og munurinn er kominn niður í fimm stig. Leikhlé þegar 2:05 eru eftir.2. leikhluti | 29-37: Ég misskildi bendingar dómara áðan, Watson fékk bara tiltal en bæði lið hafa skorað eftir leikhléið 2:21 eftir.2. leikhluti | 27-35: Fyrsti þristur heimamanna lítur dagsins ljós í tíundu tilraun. Það gerir 10% nýtingu. Terrence Watson nælir sér svo í tæknivillu fyrir kjaftbrúk og Haukar taka leikhlé þegar sléttar 3 mínútur er eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 22-35: Rosalegur þristur frá gestunum sem kemur þeim 13 stigum yfir þegar 3:58 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 20-30: Bæði lið fá dæmda á sig sóknarvillu með skömmu millibili, liðin eru að selja sig dýrt. Haukar bættu síðan við tveimur stigum. 5:21 eftir.2. leikhluti | 18-28: Sóknir Njarðvíkinga ganga betur en í upphafi leiks núna, 10 stiga munur. 6:47 eftir.2. leikhluti | 14-28: Heimamenn fyrstir á blað eftir tvær mínútur, títtnenfdur Smith Jr. að verki. Haukar voru þó fljótir að svara með þrist. 7:50 eftir.2. leikhluti | 12-25: Annar leikhluti hafinn og klikkuðu heimamenn á fyrstu sókninni. 9:32 eftir.1. leikhluti | 12-25: Fyrsta leikhluta er lokið. Bæði lið fengu séns á lokaskotinu en bæði klikkuðu. Njarðvíkingar eru með 12 stig og hefur Smith Jr. skorað 11 af þeim. Haukar mun ákafari í byrjun.1. leikhluti | 12-25: Maciej Baginski gerist annar stigaskorari Njarðvíkur í leiknum. Liðin skiptast síðan á að skora. 30 sek. eftir.1. leikhluti | 9-21: Smith Jr. er kominn með níu stig, eins og Njarðvíkurliðið allt. 1:22 eftir.1. leikhluti | 7-21: Gestirnir bæta í, 14 stiga munur þar tvær mínútur eru eftir.1. leikhluti | 7-16: Fimm af 7 stigum heimamanna hafa komið af vítalínunni, hittni gestanna utan af velli er mjög góð, 60%. 3 mín eftir.1. leikhluti | 5-14: Það er orðinn níu stiga munur Haukum í vil. Þeir byrja af mikið meiri krafti. 3:52 eftir.1. leikhluti | 5-9: Loksins karfa utan af velli hjá Njarðvík. Tracy Smith Jr skoraði hana eins og öll stig heimamanna hingað til. Sóknarleikur gestanna gengur mikið betur. 5:12 eftir.1. leikhluti | 1-7: Sóknarleikur heimamanna gengur erfiðlega þessar fyrstu mínútur, þeir hafa tapað boltanum ásamt því að fá dæmdar á sig sóknarbrot. 6:51 eftir.1. leikhluti | 1-5: Njarðvíkingar eiga eftir að skora með skoti utan af velli og nýta Haukar sér það og komast í fjögurra stiga forustu. 8 mín eftir.1. leikhluti | 1-2: Njarðvíkingar voru fyrstir á blað en Haukar voru snöggir að svara og komast yfir. 8:35 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og Haukar áttu fyrstu sókn en skotið sem þeir reyndu geigaði. 9:47 eftir.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur í leik og liðin hita upp af miklum krafti. Maðurinn með mírófóninn er þó að gera sig líklegann til að fara að kynna liðin.Fyrir leik: Það verður einnig spennandi að fylgjast með einvígi stóru mannana í teig liðanna, þeim Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík og Terrence Watson hjá Haukum. Þeir eru báðir atkvæða miklir fyrir lið sín. Báðir eru bæði stiga- og frákastahæstir fyrir sín lið. Smith Jr. með 22,7 stig að meðaltali leik auk 12,5 frákasta. Watson skilar í hús 24,1 stigi að meðaltali og 14,9 fráköstum.Fyrir leik: Allir þjálfararnir sem Vísir fékk til að spá fyrir um einvígið segja að Njarðvík fari áfram en það eru skiptar skoðanir hvort þeir tapi einum leik eða að serían fari í oddaleik. Nefndi Örvar Þór Kristjánsson að einvígi bakvarðapara liðann myndu skipta sköpum í einvíginu.Fyrir leik: Liðin sem mætast í kvöld enduðu næst hvort öðru í deildarkeppninni og því hægt að færa rök fyrir því að meiri líkur eru á oddaleik í þessu einvígi heldur en í öðrum einvígjum. Með virðingu fyrir öðrum liðum að sjálfsögðu. Liðin skiptu deildarleikjunum á milli sín. Njarðvík vann í Ljónagryfjunni með 22 stigum þar sem Logi Gunnarsson var sjóðandi heitur og skoraði 41 stig. Haukar tóku síðan leikinn í Schenker-höllinni með 11 stigum þar sem Emil Barja skilaði tvöfaldri þrennu í hús. Við vonum að þessir menn verði í ham í einvíginu.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Njarðvík hafnaði 4. sæti deildarinnar en Haukar í 5. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Njarðvík er komið með 1-0 forystu gegn Haukum í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Eftir jafnan leik voru Haukar með forystuna lengst af í fjórða leikhluta en heimamenn gáfu í á lokasprettinum og tryggðu sér fjögurra stiga sigur. Miklu munaði um þriggja stiga körfu Elvars Más Friðrikssonar á lokamínútunni. Ekki veit blaðamaður hvort taugar leikmanna Njarðvíkur hafi verið að stríða þeim í upphafi leiks en satt besta segja var skotnýting þeirra afleit í fyrsta leikhluta. Haukar nýttu sér það til fullnustu og voru á tímabili með 14 stiga forskot, 7-14. Sóknarleikur þeirra gekk eins og smurð vél og vörnin var að stoppa heimamenn með góðum árangri. Haukar héldu í leikhléið milli fyrsta og annars leikhluta með 13 stiga forskot, 12-25 og ber að nefna það að Tracy Smith Jr. hafði skorað 11 af 12 stigum heimamanna. Þar af komu fimm stig af vítalínunni. Þjálfari Njarðvíkinga hellti úr skálum reiði sinnar yfir sína menn og komu Njarðvíkingar af miklum krafti út á völlinn í annan leikhluta. Sóknir heimamanna gengu betur og kerfin fengu að rúlla. Hægt og bítandi nöguðu þeir forskot gestanna niður og þegar gengið var til hálfleiks voru heimamenn með tveggja stiga forskot, 41-39. Njarðvíkingar bættu sig á öllum sviðum leiksins og unnu þeir annan fjórðung 29-14. Tracy Smith Jr. var atkvæðamestur heimamanna í hálfleik með 21 stig og 9 fráköst á meðan fyrrum Njarðvíkingur Sigurður Þór Einarsson fann sig vel fyrir Haukana og var með 13 stig í hálfleik. Hann var með 100% skotnýtingu í hálfleik, 1/1 í þristum, 3/3 í þristum og 2/2 af vítalínunni. Njarðvíkingar byrjuðu betur í seinni hálfleik og komust í sex stiga forystu en náðu þó ekki að slíta sig lengra frá Haukum sem klikkuðu á ansi mörgum vítum í upphafi hálfleiksins. Gestirnir náðu þó að góðum leikkafla og jöfnuðu metin í 52-52 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum og fór Terrence Watson þar fremstur í flokki. Liðin skiptust þá á að skora það sem eftir lifði af leikhlutanum en Haukar náðu þó að fara inn í leikhléið með þriggja stiga forskot. Gestirnir létu kné fylgja kviði í upphafi seinasta leikhlutans og voru komnir með sex stiga forskot þegar 6:33 voru eftir af leiknum. Þjálfari Njarðvíkur tók þá leikhlé en fyrst um sinn eftir leikhléið náðu þeir ekki að vinna á forskot gestanna. Fyrirliði Njarðvíkur, Elvar Már Friðrikssons skoraði þá mikilvæga þriggja stiga körfu og minnkaði þar með muninn í tvö stig og skömmu seinna fékk Terrence Watson sína fimmtu villu og tvær mínútur eftir. Njarðvíkingar voru þá komnir yfir og með mikilli seiglu náðu þeir að auka muninn í fimm stig og með skynsemi halda því forskoti þangað til leik lauk. Þeir þurftu þó á öðrum risaþrist frá Elvari að halda en Haukar reyndu eins og þeir gátu að þjarma að heimamönnum. Haukar byrjuðu að brjóta á leikmönnum Njarðvíkur til að freista gæfunnar en vítaskotin rötuðu rétta leið og tryggðu Njarðvíkingar sér sigur og um leið tóku forystu í einvíginu. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. en hann skoraði 33 stig og reif niður 18 fráköst að auki. Haukur Óskarsson var stigahæstur gestanna ásamt Terrence Watson með 21 stig en Watson hirti ein 18 fráköst að auki.Logi Gunnarsson: Söfnum í reynslubankann og ætlum að fara áfram Logi Gunnarsson skilaði fínni vakt fyrir Njarðvíkinga í kvöld og endaði með 16 stig. Hann var spurður út í gang mála í leikslok. „Kannski að menn hafi verið með smá sviðsskrekk í byrjun. Haukarnir gengu á lagið og nýttu skot sín virkilega vel. Ég er samt virkilega ánægður með hvað við vorum fljótir að ná þeim aftur, ég hélt að við myndum kannski ekki ná að komast yfir fyrr en í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með sprettinn undir lok hálfleiks og að hafa verið yfir í hálfleik það sýndi sterkan karakter af okkar hálfu. Þá var sviðsskrekkurinn búinn.“ „Það sem að skilaði okkur síðan sigrinum var að við reyndum að fara inn í teiginn. Við reyndum of mörg þriggja stiga skot þar sem við áttum frekar að senda hann inn í teig á Tracy Smith Jr., hann er náttúrulega óstöðvandi inn í teig. Ég er ánægður með að við gerðum það í lok leiksins, að við reyndum að finna hann stanslaust í teignum.“ Hann var beðinn um að rýna í næsta leik á Ásvöllum á mánudaginn. „Þetta verður svipað. Þetta er úrslitakeppnin og með hverjum leiknum venjumst við því að spila í úrslitakeppni. Þetta er lið sem hefur farið í úrslit undanfarin tvö ár og ekki komist í gegnum fyrstu umferðina og erum við bara að safna í reynslubankann og ætlum við að fara upp úr þessari umferð.“ Logi fékk að finna fyrir því í leiknum í kvöld og fékk tvær vænar byltur þar sem hann lá óvígur eftir og var hann spurður um ástandið á skrokknum. „Ég finn aðeins fyrir því núna og mun finna fyrir því í fyrramálið. Maður heldur samt bara áfram og verð ég góður á mánudaginn.“Ívar Ásgrímsson: Tókum rangar ákvarðanir í lokin „Ég er ánægður með okkar frammistöðu, að vísu tókum við nokkrar rangar ákvarðanir í lokin“, sagði þjálfari Hauka eftir leik. „Watson tók síðan mjög slæma ákvörðun í lokin þar sem hann fékk dæmdan á sig ruðning, sem var rétt dæmt og hann þarf aðeins að hugsa sinn gang í lok leiks. Heilt yfir vorum við þó að spila mjög vel. Elvar hittir úr svaka þristum í lokin, sem að vinna leikinn fyrir þá en það gekk allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við erum að spila á mörgum mönnum og eigum nokkra inni þannig að við erum með mikla breidd. Á meðan er Njarðvík að spila á sínum lykilmönnum allan leikin og held ég að það muni hafa áhrif ef serían fer í marga leiki.“ Ívar var spurður hvort hann þyrfti að breyta einhverju fyrir næsta leik. „Við lögðum áherslu á að stoppa Elvar og Loga og gekk það mjög vel, þeir þurftu að hafa fyrir öllu sem þeir ætluðu að gera. Við þurfum aðeins að reyna að stöðva Tracy betur en heilt yfir vorum við að gera góða hluti.“ „Heimavöllurinn hjá okkur verður mikilvægur eins og heimavöllurinn var mikilvægur fyrir Njarðvík í dag. Þeir hefðu aldrei hitt úr þessum þristum í lokin á Ásvöllum en hittu þeim hérna. Við mætum tilbúnir, við sjáum það að við getum unnið Njarðvík. Okkur líður aðeins eins og að við höfum klúðrað þessu í kvöld í stað þess að Njarðvík hafi unnið okkur. Við eigum nóg inni.“Njarðvík-Haukar 88-84 (12-25, 29-14, 17-22, 30-23)Njarðvík: Tracy Smith Jr. 33/18 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 16/9 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 4, Maciej Stanislav Baginski 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.Haukar: Terrence Watson 21/18 fráköst, Haukur Óskarsson 21, Sigurður Þór Einarsson 14, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 5, Kári Jónsson 4, Svavar Páll Pálsson 2, Helgi Björn Einarsson 2.4. leikhluti | 88-84: Leiknum er lokið með sigri heimamanna. Þetta var fjörugur leikur og höfðu heimamenn þetta á seiglunni.4. leikhluti | 88-84: Kári Jónsson með ótrúlegan þrist og munurinn er 2 stig. Brotið á Elvar aftur og bæði vítin fara ofan í. 8 sek. eftir.4. leikhluti | 84-81: Brotið á Elvari, vítin fóru bæði heim. 15 sek. eftir.4. leikhluti | 84-81: Haukar ná að minnka muninn í þrjú stig og Njarðvíkingar taka leikhlé til að stilla upp í lokakaflann. 16 sek. eftir.4. leikhluti | 84-79: Njarðvíkingum dæmdur boltinn og síðan er brotið á Loga Gunnarssyni. Hann fór á vítalínuna og nýtti eitt víti. 25 sek. eftir.4. leikhluti | 83-79: Haukar minnkuðu muninn í eitt stig en Elvar Már Friðriksson sendir risaþrist heim og Haukar neyðast til að taka aftur leikhlé þegar 32 sek. eru eftir. Þetta gæti verið nóg en ég ætla ekki að fullyrða neitt um það.4. leikhluti | 80-77: Smith Jr. skorar og Haukar taka leikhlé þegar munurinn er þrjú stig og 58 sek. eru eftir.4. leikhluti | 78-77: Terrence Watson hefur lokið leik með fimm villur þegar tvær mínútur eru eftir.4. leikhluti | 78-77: Ólafur Helgi Jónsson skoraði fyrir Njarðvík og fékk víti að auki, það rataði heim. 2:04 eftir.4. leikhluti | 75-77: Njarðvíkingar jöfnuðu en Haukarnir voru fljótir að svara. 2:23 eftir.4. leikhluti | 73-75: Elvar Már með risaþrist og minnkar hann muninn í tvö stig. Haukar voru komnir með fimm stiga forskot. Leikhlé tekið þegar 2:55 eru eftir.4. leikhluti | 70-73: Nú eru vítaskotin að svíkja heimamenn, þriggja stiga munur og 3:52 eftir.4. leikhluti | 68-73: Terrence Watson með hörku seinni hálfleik þrátt fyrir villuvandræði. Hanna var að enda við að skora og fá villu, vítið nýtti hann einnig. 4:57 eftir.4. leikhluti | 67-69: Njarðvíkingar skora fjögur stig í röð og minnka muninn í tvö stig. 5:45 eftir.4. leikhluti | 63-69: Dómararnir stöðva leikinn þegar 6:33 eru eftir, Logi Gunnarss. hefur fengið högg á hausinn og virtist hann vankaður eftir það. Hann virðist ætla að hrista það af sér.4. leikhluti | 63-69: Emil Barja neglir niður þriggja skoti og Njarðvíkingar taka um leið leikhlé þegar 7:19 eru eftir af leiknum.4. leikhluti | 63-66: Það er skipst á að skora þessa stundina. Watson er kominn með fjórar villur sem eru slæmar fréttir fyrir gestina. 8:15 eftir.4. leikhluti | 61-64: Seinasti fjórðungur er hafinn og bæði lið misnota fyrstu sókn sína. Logi Gunnarsson jafnar síðan metin með þrist en Haukar svara um hæl. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 58-61: Það eru Haukar sem hafa þriggja stiga forskot fyrir fjórða leikhluta. Haukur Óskarsson lagði boltann í körfuna og Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sér lokasóknina sem þeir fengu. Rafmagnaður leikur.3. leikhluti | 58-59: Watson hamrarboltanum í körfuna og kemur Haukum einu stigi yfir. 41 sek. eftir.3. leikhluti | 58-57: Liðin skiptast á að skora og spennan er áþreifanleg. 1:12 eftir.3. leikhluti | 54-52: Smith Jr. skoraði og fékk villu að auki, vítaskotið geigaði. 2:09 eftir.3. leikhluti | 52-52: Watson aftur á ferðinni og nú jafnar hann leikinn. 2:19 eftir.3. leikhluti | 52-50: Watson er búinn að setja niður fjögur víti í röð og munurinn er tvö stig. 2:56 eftir.3. leikhluti | 52-46: Það er gífurleg spenna í húsinu. Sex stiga munur og 3:24 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti | 50-46: Njarðvíkingar hafa rofið 50 stiga múrinn og er Smith Jr. kominn með 23 af stigunum. 5 mín eftir.3. leikhluti | 48-43: Vítanýting Hauka í upphafi seinni hálfleiks er ekki góð ég held að hún sé 2/8. Það gæti kostað þá. 6 mín. eftir.3. leikhluti | 48-42: Logi Gunnarss. bætir við þremur stigum og Haukar taka leikhlé þegar 6:31 er eftir af fjórðungnum.3. leikhluti | 45-42: Logi Gunnarss. og Emil Barja eru báðir búnir að fá myndarlegar byltur í upphafi seinni hálfleiks, þeir voru þó fljótir að jafna sig. 6:54 eftir.3. leikhluti | 45-41: Njarðvíkingar skora sín fyrstu stig með þriggja stiga skoti og eru aftur komnir yfir. 8:12 eftir.3. leikhluti | 41-41: Haukar fyrstir á blað í seinni hálfleik og það er jafnt. 8:58 eftir.3. leikhluti | 41-39: Þriðji leikhluti er hafinn og það eru gestirnir sem byrja leikinn. 9:57 eftir.2. leikhluti | 41-39: Njarðvíkingar jöfnuðu leikinn og stálu síðan boltanum af Haukum og ætluðu sér lokaskotið. Brotið var á Elvari Má sem fór á vítalínuna og nýtti bæði skotin. Þar með komust heimamenn yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu leiksins. Haukar náðu lokaskoti sem geigaði og tveggja stiga forysta heimamanna í hálfleik.2. leikhluti | 37-39: Heimamenn náðu að jafna í skamma stund. Þetta er orðið leikur aftur. 1 mín eftir.2. leikhluti | 34-37: Njarðvíkingar stálu boltanum og skoruðu körfu nú er meiri kraftur í heimamönnum. 1:36 eftir.2. leikhluti | 32-37: Logi Gunnarsson braust að körfunni, lagði boltann í og fékk villu dæmda. Hann nýtti vítið og munurinn er kominn niður í fimm stig. Leikhlé þegar 2:05 eru eftir.2. leikhluti | 29-37: Ég misskildi bendingar dómara áðan, Watson fékk bara tiltal en bæði lið hafa skorað eftir leikhléið 2:21 eftir.2. leikhluti | 27-35: Fyrsti þristur heimamanna lítur dagsins ljós í tíundu tilraun. Það gerir 10% nýtingu. Terrence Watson nælir sér svo í tæknivillu fyrir kjaftbrúk og Haukar taka leikhlé þegar sléttar 3 mínútur er eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 22-35: Rosalegur þristur frá gestunum sem kemur þeim 13 stigum yfir þegar 3:58 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 20-30: Bæði lið fá dæmda á sig sóknarvillu með skömmu millibili, liðin eru að selja sig dýrt. Haukar bættu síðan við tveimur stigum. 5:21 eftir.2. leikhluti | 18-28: Sóknir Njarðvíkinga ganga betur en í upphafi leiks núna, 10 stiga munur. 6:47 eftir.2. leikhluti | 14-28: Heimamenn fyrstir á blað eftir tvær mínútur, títtnenfdur Smith Jr. að verki. Haukar voru þó fljótir að svara með þrist. 7:50 eftir.2. leikhluti | 12-25: Annar leikhluti hafinn og klikkuðu heimamenn á fyrstu sókninni. 9:32 eftir.1. leikhluti | 12-25: Fyrsta leikhluta er lokið. Bæði lið fengu séns á lokaskotinu en bæði klikkuðu. Njarðvíkingar eru með 12 stig og hefur Smith Jr. skorað 11 af þeim. Haukar mun ákafari í byrjun.1. leikhluti | 12-25: Maciej Baginski gerist annar stigaskorari Njarðvíkur í leiknum. Liðin skiptast síðan á að skora. 30 sek. eftir.1. leikhluti | 9-21: Smith Jr. er kominn með níu stig, eins og Njarðvíkurliðið allt. 1:22 eftir.1. leikhluti | 7-21: Gestirnir bæta í, 14 stiga munur þar tvær mínútur eru eftir.1. leikhluti | 7-16: Fimm af 7 stigum heimamanna hafa komið af vítalínunni, hittni gestanna utan af velli er mjög góð, 60%. 3 mín eftir.1. leikhluti | 5-14: Það er orðinn níu stiga munur Haukum í vil. Þeir byrja af mikið meiri krafti. 3:52 eftir.1. leikhluti | 5-9: Loksins karfa utan af velli hjá Njarðvík. Tracy Smith Jr skoraði hana eins og öll stig heimamanna hingað til. Sóknarleikur gestanna gengur mikið betur. 5:12 eftir.1. leikhluti | 1-7: Sóknarleikur heimamanna gengur erfiðlega þessar fyrstu mínútur, þeir hafa tapað boltanum ásamt því að fá dæmdar á sig sóknarbrot. 6:51 eftir.1. leikhluti | 1-5: Njarðvíkingar eiga eftir að skora með skoti utan af velli og nýta Haukar sér það og komast í fjögurra stiga forustu. 8 mín eftir.1. leikhluti | 1-2: Njarðvíkingar voru fyrstir á blað en Haukar voru snöggir að svara og komast yfir. 8:35 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og Haukar áttu fyrstu sókn en skotið sem þeir reyndu geigaði. 9:47 eftir.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur í leik og liðin hita upp af miklum krafti. Maðurinn með mírófóninn er þó að gera sig líklegann til að fara að kynna liðin.Fyrir leik: Það verður einnig spennandi að fylgjast með einvígi stóru mannana í teig liðanna, þeim Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík og Terrence Watson hjá Haukum. Þeir eru báðir atkvæða miklir fyrir lið sín. Báðir eru bæði stiga- og frákastahæstir fyrir sín lið. Smith Jr. með 22,7 stig að meðaltali leik auk 12,5 frákasta. Watson skilar í hús 24,1 stigi að meðaltali og 14,9 fráköstum.Fyrir leik: Allir þjálfararnir sem Vísir fékk til að spá fyrir um einvígið segja að Njarðvík fari áfram en það eru skiptar skoðanir hvort þeir tapi einum leik eða að serían fari í oddaleik. Nefndi Örvar Þór Kristjánsson að einvígi bakvarðapara liðann myndu skipta sköpum í einvíginu.Fyrir leik: Liðin sem mætast í kvöld enduðu næst hvort öðru í deildarkeppninni og því hægt að færa rök fyrir því að meiri líkur eru á oddaleik í þessu einvígi heldur en í öðrum einvígjum. Með virðingu fyrir öðrum liðum að sjálfsögðu. Liðin skiptu deildarleikjunum á milli sín. Njarðvík vann í Ljónagryfjunni með 22 stigum þar sem Logi Gunnarsson var sjóðandi heitur og skoraði 41 stig. Haukar tóku síðan leikinn í Schenker-höllinni með 11 stigum þar sem Emil Barja skilaði tvöfaldri þrennu í hús. Við vonum að þessir menn verði í ham í einvíginu.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Njarðvík hafnaði 4. sæti deildarinnar en Haukar í 5. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira