Knúz boðar til leikfangabrennu Bjarki Ármannsson skrifar 1. apríl 2014 09:00 Brennan á að fara fram á bílastæði Kringlunnar. Vísir/GVA Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira