Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. mars 2014 12:00 "Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur: Ísland Got Talent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur:
Ísland Got Talent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira