„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2014 01:12 Mynd/Hafþór Júlíus Björnsson „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“ Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33
Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58