Eins og margir bjuggust við þá hefur Andy Johnston verið leystur frá störfum sem þjálfari körfuboltaliða Keflavíkur.
Heimasíða Keflavíkur greinir frá þessu í dag en þar segir að félagið og þjálfarinn hafi komist að samkomulagi. Uppsagnarákvæði var í samningnum af beggja hálfu.
Johnston hafi sjálfur leitast eftir því að losna undan samningi og við því hafi körfuknattleiksdeildin orðið. Hann ætlar sér að finna aðra vinnu í Bandaríkjunum.
Bæði lið Keflavíkur féllu úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0.
Körfubolti