Jones vippaði ofan í fyrir sigri af 40 metra færi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:19 Matt Jones verður með á Masters. Vísir/Getty Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira