Bein útsending frá Hólminum á Vísi

Þetta er þriðji leikur liðanna í rimmunni en staðan í henni er 2-0 fyrir Snæfelli. Heimamenn verða því Íslandsmeistarar með sigri í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og hefst bein útsending skömmu áður hér á Vísi í samstarfi við sporttv.is. Viðureigninni verður einnig lýst með beinni textalýsingu og henni svo gerð góð skil með umfjöllun og viðtölum að henni lokinni.
Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun Vísis um fyrstu tvo leikina í rimmunni.
Tengdar fréttir

Haukastelpur sendu stuðningsmönnum lag
Haukar ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá sitt fólk að fjölmenna í Schenker-höllina á morgun.

Fyrsta liðið í fimm ár til að vinna án Kana
Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Haukum en liðin keppa um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Besta vörnin í lokaúrslitunum kvenna í ellefu ár
Snæfell tók forystu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna eftir 59-50 sigur á Haukum í fyrsta leiknum í Stykkishólmi í gær.

Snæfellskonur áfram kanalausar í kvöld
Snæfell verður ekki með bandarískan leikmann í kvöld í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 72-75 | Snæfell komið í 2-0
Snæfell er komið í 2-0 gegn Haukum í viðurreign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 59-50 | Snæfell tók forystuna
Snæfell bar sigurorð af Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 59-50.