Viðmiðum Kyoto náð en vistsporið risastórt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2014 14:49 Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna. Loftslagsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna.
Loftslagsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira