Viðmiðum Kyoto náð en vistsporið risastórt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2014 14:49 Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna. Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna.
Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira