45 prósenta aukning í borgaralegum fermingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:35 Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: "Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ MYND/SIÐMENNT 304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ Fermingar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“
Fermingar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira