Golf

Slær Spieth met Woods?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adam Scott og Jordan Spieth.
Adam Scott og Jordan Spieth. Vísir/AP Images
Örlögin gætu verið hliðholl hinum 20 ára Jordan Spieth sem hefur vakið mikla athygli á Masters mótinu í Bandaríkjunum en hann er jafn Bubba Watson í efsta sæti fyrir lokahring mótsins.

Árið 1963 varð Jack Nicklaus yngsti sigurvegari Masters mótsins þegar hann vann mótið 23 árs gamall. Sautján árum bætti Seve Ballesteros met Nicklaus þegar hann sigraði árið 1980.

Röðin var komin að Tiger Woods, sautján árum frá sigri Ballesteros árið 1997, þá aðeins 21 árs gamall. Í ár eru sautján ár frá því að Tiger sló met Ballesteros og því aldrei að vita nema Spieth setji nýtt met.

Fari svo að Spieth vinni mótið yrði hann yngsti sigurvegari á einu af stórmótunum frá árinu 1931. Það skyldi hinsvegar enginn afskrifa keppinauta Spieth en hann ræsir út í seinasta ráshóp með Bubba Watson sem vann mótið eftirminnilega árið 2012.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×