Tónlist

Paul McCartney á Bítlaslóðum

Paul McCartney kemur fram á sömu stöðum og Bítlarnir komu fram á.
Paul McCartney kemur fram á sömu stöðum og Bítlarnir komu fram á. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Paul McCartney hefur staðfest komu sína á nokkra merka staði á tónleikaferðalagi sínu undir nafninu, Out There. Um er að ræða staði sem að hljómsveitin hans, Bítlarnir komu fram á á sínum tíma.

Þann 14. ágúst kemur McCartney fram á Candlestick Park leikvanginum í San Francisco en á þeim leikvangi léku Bítlarnir sína síðustu tónleika í ágústmánuði árið 1966. Þetta verða jafnframt síðustu tónleikarnir sem fram fara á leikvanginum áður en hann lokar fyrir fullt og allt. Leikvangurinn hefur verið heimavöllur Giants og the 49ers í gegnum tíðina.

McCartney hefur sjaldan komið fram í San Francisco, til að mynda voru tónleikarnir hans þar árið 2010 þeir fyrstu síðan að hann kom þar fram með Bítlunum.

Þá kemur hann einnig fram á Dodgers leikvanginum í Los Angeles 10. ágúst en hann hefur ekki komið fram þar síðan Bítlarnir komu þar fram í ágúst árið 1966.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×