Leikjáætlun næsta tímabils í NFL-deildinni var opinberuð í gærkvöldi en hennar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu.
Að venju spila ríkjandi meistarar opnunarleik tímabilsins á heimavelli og fær Seattle Seahawks þá Aaron Rodgers og félaga í Green Bay Packers í heimsókn. Leikurinn fer fram þann 4. september.
Stuðningsmenn Green Bay eiga þó afar slæmar minningar frá síðasta leik liðanna en hann er löngu orðinn frægur fyrir þau áhrif sem dómarar leiksins höfðu á úrslitin.
Dómarar í NFL-deildinni voru þá í verkfalli og voru aðrir og mun óreyndari dómarar fengnir til að starfa í þeirra stað á meðan verkfallið stóð yfir.
Það stefndi í sigur Green Bay í leiknum þegar Golden Tate, sem er nú kominn til Detroit Lions, greip sendingu Russell Wilson í endamarkinu á lokasekúndum leiksins. Snertimarkið átti þó aldrei að standa gilt þar sem Tate braut af sér áður en hann greip boltann.
Meðal annarra viðureigna í fyrstu umferðinni má nefna leik Denver Broncos gegn Indianapolis Colts en þar mætir Peyton Manning, leikstjórnandi Broncos, sínu gamla liði á heimavelli.
Þrír leikir fara fram í Lundúnum þetta tímabilið og þá bíða margir spenntir eftir þeim þremur leikjum sem fara fram um þakkagjörðarhátíðina í Bandaríkjunum.
Lundúnarleikirnir:
Miami - Oakland (28. september)
Detroit - Atlanta (26. október)
Dallas - Jacksonville (9. nóvember)
Þakkagjörðarhátíðin 27. nóvember:
Detroit - Chicago
Dallas - Philadelphia
San Francisco - Seattle
Sjá dagskrána.
Meistararnir byrja gegn Green Bay
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne
Enski boltinn

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti