Snæfell hélt lokahófið sitt á Skírdag og þá var frumsýnt myndband til heiðurs fyrstu Íslandsmeisturum Snæfells í meistaraflokki kvenna en liðið varð þá fyrsta kvennaliðið norðan Ártúnsbrekku til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni.
Myndbandið er uppfull af dramatík og stemmningu og þar eru vissulega nokkrar ógleymanlegar gæsahúða-stundir í það minnsta fyrir Hólmara sem sameinuðust á bak við sínar stelpur í allan vetur.
Myndbandið gerði Gunnlaugur Smárason í samvinnu við þjálfarann Inga Þór Steinþórsson en auk Snæfellsstelpnanna taka þar þátt Karlakór Reykjarvíkur, Páll Óskar og Mugison svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt að sjá fréttir af lokahófi Snæfellinga með því að smella hér.
Úrslitaeinvígi karlanna hefst í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík en hér fyrir neðan er hægt að rifja það upp hvernig Íslandsbikar kvenna endaði í Stykkishólmi í fyrsta sinn í sögunni í þessu sigurmyndbandi kvennaliðs Snæfells.