Sókn er besta vörnin Eva Magnúsdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson skrifar 9. maí 2014 11:40 Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar