Jakkafataklæddir Pollapönkarar ætla ótrauðir uppúr undanriðli Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2014 11:32 Sérkennilega saman skrúfaður Eurovisionhópur. Þarna eru menn sem hafa verið í helstu rokksveitum Íslands undanfarin ár. Eru nú fyrirmyndir fyrir ungdóminn og einu rokkstigin duttu inn í morgun þegar Óttarr Proppé fékk sér desert í morgunmat nú í morgun. MYND/INGIBJÖRG HÖGNA JÓNASDÓTTIR Hljómsveitin Pollapönk stígur á stokk í Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. Þeir ætla að syngja sig upp úr forkeppninni og í aðalkeppnina sem er á laugardagskvöld.Valgeir Magnússon, sem flestir þekkja sem Valla Sport, hefur verið allt í öllu hjá íslenska hópnum. Vísir hringdi í Valla til Kaupmannahafnar í morgun en þá var íslenski hópurinn í hvíld og mátti ekki raska ró þeirra.Nokkrar þjóðir sjálfkrafa áfram Sjálfur sparar Valli sig ekki en hann hefur gripið til allra bragða í bókinni til að koma Pollapönkurunum rækilega á kortið. Hann stillir væntingum sínum í hóf, en spáir sínum mönnum 8. til 10. sæti í forkeppninni. „Já, eða 8. til 12. sæti en vona að það verði milli átta og tíu. Maður verður að vera raunsær í því og fara eftir því sem maður sér – miða við þau tæki og tól sem maður hefur: Hvernig eru lögin að seljast á iTunes? Hvað eru blaðamenn hinna þjóðanna að spá? Það eru nokkrar þjóðir sem eru sjálfkrafa áfram vegna stærðar sinnar. Við erum ekki ein af þeim. Það er alltaf erfiðara fyrir okkur að fara áfram en flestar aðrar þjóðir. Við getum ekki treyst á atkvæði landa okkar sem búsettir eru í öðrum löndum. En, við verðum bara að berjast í því og við erum ein fárra þjóða sem alltaf hafa farið í úrslit eftir að þetta fyrirkomulag var tekið upp.“Pollar og skeggjaða konan hafa vakið mikla athygli. Hvort það skili stigum kemur í ljós í kvöld.Skeggjaða konan og Pollar stela senunni Sextán lög keppa í fyrri forkeppninni sem fram fer í kvöld og komast tíu áfram í aðalkeppnina. Fimmtu á sviðið eru fulltrúar Íslands í keppninni. Í gærkvöldi var generalprufa, sem er partur af keppninni því þá er sungið fyrir dómnefndir landanna og þeirra stigagjöf gildir fimmtíu prósent á móti símakosningu. Valgeir segir allt hafa gengið að óskum. „Það tókst stórkostlega til. Þeir voru frábærir á sviðinu, hljómuðu vel, söngurinn var góður, performansinn góður – það heppnaðist allt sem við ætluðum að gera þannig að ég er mjög vongóður.“ Á opnunarhátíðinni náðu Pollapönkararnir að stela senunni, en þeir mættu fúlskeggjaðir í kjólum í skærum litum. „Viðbrögðin voru mjög góð. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Við vorum búnir að fara vel yfir það sem við ætluðum að segja. Því þegar maður kemur inn á dregilinn eru menn spurðir spurninga. Og það var búið að ákveða hvernig boðskapnum yrði komið á framfæri. Þeir voru eina atriðið sem fékk almennileg viðbrögð við því sem þeir voru að segja. Það var klappað, öskrað ... því fólk er að fíla þessi skilaboð. Og það heppnaðist mjög vel og það sem gerst hefur í kjölfarið er að fréttasíður um alla Evrópu eru að nefna einhver tvö til þrjú atriði ásamt sínu eigin og þeir einhvern veginn detta alltaf þar með. Þeir og skeggjaða konan frá Austurríki.“Valli á vettvangi.Óttarr fékk sér desert í morgunmat Menn eru frábærlega stemmdir að sögn Valla. Fóru beint uppá hótel í gærkvöldi og snemma í háttinn eftir generalprufu. Morgunverður í morgun, sumir fóru í ræktina og svo er hvíld fyrir æfingu. Og svo er það bara stóra stundin.Óttarr Proppé alþingismaður er bakraddasöngvari í laginu og Valli hefur notað hann óspart í kynningarskyni, enda óneitanlega sérstakt að alþingismaður komi fram sem slíkur í Eurovision. En, Óttarr var jafnframt í liði Reykvíkinga í Útsvari, spurningakeppni á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur því þurft að fljúga á milli Íslands og Danmerkur og þurfti Valli sjálfur að hlaupa í skarðið fyrir Óttarr á æfingum. „Ég þurfti að syngja fyrir hann og það gekk vel. Sem betur fer því það er atriði sem notað hefur verið á internetinu og yfir 100 þúsund manns séð það – þegar ég söng með þeim. Sem betur fer söng ég í lagi, annars hefði það verðið skandall. Óttarr verður með í kvöld og í mjög góðu formi. Ég hitti hann í morgun, við morgunverðarborðið og hann fékk sér desert í morgunmat.“ Svona er rokkið orðið, desert í morgunmat en íslenski Eurovision-hópurinn er sérstaklega saman skrúfaður þetta árið: Meðlimir úr helstu rokk- og nýbylgjuhljómsveitum landsins undanfarin ár: Botnleðju, Dr. Spock, Skálmöld, Ham og fleiri framsæknar rokksveitir mætti nefna til sögunnar. Nokkur leynd hefur ríkt um búninga en Valli segir óhætt að upplýsa um að þeir muni koma fram í jakkafötum í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Gaf henni blóðnasir á fyrstu æfingu Ágústa Eva og Jón Viðar kynntust á tökustað Borgríkis og deila atvinnu jafnt og einkalífi í dag. 3. maí 2014 10:30 Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10 "Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30 Pollapönkarar mættu í ballkjólum Stálu senunni á opnunarhátíð Eurovision. 4. maí 2014 22:17 Fækkuðu fötum - myndband Er þetta ekki fullmikið til að ná í nokkur stig? 5. maí 2014 11:58 Bein útsending frá Eurovision Stemning í Bíó Paradís. 6. maí 2014 10:00 Hreimur Örn fer aftur til fortíðar Manstu þegar þeir tóku lagið I´m coming Home? 5. maí 2014 13:30 Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa. 3. maí 2014 11:00 Svavar Örn rifjar upp Eurovision Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum. 6. maí 2014 14:00 Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00 Hraunar yfir Benedikt stigakynni Hvar endar þetta? 2. maí 2014 13:30 Pollrólegir baksviðs Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi. 6. maí 2014 13:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 „Það vantaði íslenskt karókí og með Eurovision-lögunum," Tónlistarmaðurinn Þórir Úlfarsson bjó til karókíútgáfur af öllum íslensku framlögunum í Eurovision. 5. maí 2014 13:00 Sumir voru hressari en aðrir Eins og sjá má voru eldhressir frambjóðendur með svuntur og bökuðu vöfflur sem voru framreiddar með fjólubláum rjóma. 5. maí 2014 09:45 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Kenndu gestum pönkdansinn Pollapönkarar í stuði í Norræna partíinu. 5. maí 2014 16:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hljómsveitin Pollapönk stígur á stokk í Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. Þeir ætla að syngja sig upp úr forkeppninni og í aðalkeppnina sem er á laugardagskvöld.Valgeir Magnússon, sem flestir þekkja sem Valla Sport, hefur verið allt í öllu hjá íslenska hópnum. Vísir hringdi í Valla til Kaupmannahafnar í morgun en þá var íslenski hópurinn í hvíld og mátti ekki raska ró þeirra.Nokkrar þjóðir sjálfkrafa áfram Sjálfur sparar Valli sig ekki en hann hefur gripið til allra bragða í bókinni til að koma Pollapönkurunum rækilega á kortið. Hann stillir væntingum sínum í hóf, en spáir sínum mönnum 8. til 10. sæti í forkeppninni. „Já, eða 8. til 12. sæti en vona að það verði milli átta og tíu. Maður verður að vera raunsær í því og fara eftir því sem maður sér – miða við þau tæki og tól sem maður hefur: Hvernig eru lögin að seljast á iTunes? Hvað eru blaðamenn hinna þjóðanna að spá? Það eru nokkrar þjóðir sem eru sjálfkrafa áfram vegna stærðar sinnar. Við erum ekki ein af þeim. Það er alltaf erfiðara fyrir okkur að fara áfram en flestar aðrar þjóðir. Við getum ekki treyst á atkvæði landa okkar sem búsettir eru í öðrum löndum. En, við verðum bara að berjast í því og við erum ein fárra þjóða sem alltaf hafa farið í úrslit eftir að þetta fyrirkomulag var tekið upp.“Pollar og skeggjaða konan hafa vakið mikla athygli. Hvort það skili stigum kemur í ljós í kvöld.Skeggjaða konan og Pollar stela senunni Sextán lög keppa í fyrri forkeppninni sem fram fer í kvöld og komast tíu áfram í aðalkeppnina. Fimmtu á sviðið eru fulltrúar Íslands í keppninni. Í gærkvöldi var generalprufa, sem er partur af keppninni því þá er sungið fyrir dómnefndir landanna og þeirra stigagjöf gildir fimmtíu prósent á móti símakosningu. Valgeir segir allt hafa gengið að óskum. „Það tókst stórkostlega til. Þeir voru frábærir á sviðinu, hljómuðu vel, söngurinn var góður, performansinn góður – það heppnaðist allt sem við ætluðum að gera þannig að ég er mjög vongóður.“ Á opnunarhátíðinni náðu Pollapönkararnir að stela senunni, en þeir mættu fúlskeggjaðir í kjólum í skærum litum. „Viðbrögðin voru mjög góð. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Við vorum búnir að fara vel yfir það sem við ætluðum að segja. Því þegar maður kemur inn á dregilinn eru menn spurðir spurninga. Og það var búið að ákveða hvernig boðskapnum yrði komið á framfæri. Þeir voru eina atriðið sem fékk almennileg viðbrögð við því sem þeir voru að segja. Það var klappað, öskrað ... því fólk er að fíla þessi skilaboð. Og það heppnaðist mjög vel og það sem gerst hefur í kjölfarið er að fréttasíður um alla Evrópu eru að nefna einhver tvö til þrjú atriði ásamt sínu eigin og þeir einhvern veginn detta alltaf þar með. Þeir og skeggjaða konan frá Austurríki.“Valli á vettvangi.Óttarr fékk sér desert í morgunmat Menn eru frábærlega stemmdir að sögn Valla. Fóru beint uppá hótel í gærkvöldi og snemma í háttinn eftir generalprufu. Morgunverður í morgun, sumir fóru í ræktina og svo er hvíld fyrir æfingu. Og svo er það bara stóra stundin.Óttarr Proppé alþingismaður er bakraddasöngvari í laginu og Valli hefur notað hann óspart í kynningarskyni, enda óneitanlega sérstakt að alþingismaður komi fram sem slíkur í Eurovision. En, Óttarr var jafnframt í liði Reykvíkinga í Útsvari, spurningakeppni á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur því þurft að fljúga á milli Íslands og Danmerkur og þurfti Valli sjálfur að hlaupa í skarðið fyrir Óttarr á æfingum. „Ég þurfti að syngja fyrir hann og það gekk vel. Sem betur fer því það er atriði sem notað hefur verið á internetinu og yfir 100 þúsund manns séð það – þegar ég söng með þeim. Sem betur fer söng ég í lagi, annars hefði það verðið skandall. Óttarr verður með í kvöld og í mjög góðu formi. Ég hitti hann í morgun, við morgunverðarborðið og hann fékk sér desert í morgunmat.“ Svona er rokkið orðið, desert í morgunmat en íslenski Eurovision-hópurinn er sérstaklega saman skrúfaður þetta árið: Meðlimir úr helstu rokk- og nýbylgjuhljómsveitum landsins undanfarin ár: Botnleðju, Dr. Spock, Skálmöld, Ham og fleiri framsæknar rokksveitir mætti nefna til sögunnar. Nokkur leynd hefur ríkt um búninga en Valli segir óhætt að upplýsa um að þeir muni koma fram í jakkafötum í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Gaf henni blóðnasir á fyrstu æfingu Ágústa Eva og Jón Viðar kynntust á tökustað Borgríkis og deila atvinnu jafnt og einkalífi í dag. 3. maí 2014 10:30 Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10 "Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30 Pollapönkarar mættu í ballkjólum Stálu senunni á opnunarhátíð Eurovision. 4. maí 2014 22:17 Fækkuðu fötum - myndband Er þetta ekki fullmikið til að ná í nokkur stig? 5. maí 2014 11:58 Bein útsending frá Eurovision Stemning í Bíó Paradís. 6. maí 2014 10:00 Hreimur Örn fer aftur til fortíðar Manstu þegar þeir tóku lagið I´m coming Home? 5. maí 2014 13:30 Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa. 3. maí 2014 11:00 Svavar Örn rifjar upp Eurovision Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum. 6. maí 2014 14:00 Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00 Hraunar yfir Benedikt stigakynni Hvar endar þetta? 2. maí 2014 13:30 Pollrólegir baksviðs Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi. 6. maí 2014 13:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 „Það vantaði íslenskt karókí og með Eurovision-lögunum," Tónlistarmaðurinn Þórir Úlfarsson bjó til karókíútgáfur af öllum íslensku framlögunum í Eurovision. 5. maí 2014 13:00 Sumir voru hressari en aðrir Eins og sjá má voru eldhressir frambjóðendur með svuntur og bökuðu vöfflur sem voru framreiddar með fjólubláum rjóma. 5. maí 2014 09:45 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Kenndu gestum pönkdansinn Pollapönkarar í stuði í Norræna partíinu. 5. maí 2014 16:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gaf henni blóðnasir á fyrstu æfingu Ágústa Eva og Jón Viðar kynntust á tökustað Borgríkis og deila atvinnu jafnt og einkalífi í dag. 3. maí 2014 10:30
Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10
"Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30
Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa. 3. maí 2014 11:00
Svavar Örn rifjar upp Eurovision Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum. 6. maí 2014 14:00
Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00
Pollrólegir baksviðs Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi. 6. maí 2014 13:00
„Það vantaði íslenskt karókí og með Eurovision-lögunum," Tónlistarmaðurinn Þórir Úlfarsson bjó til karókíútgáfur af öllum íslensku framlögunum í Eurovision. 5. maí 2014 13:00
Sumir voru hressari en aðrir Eins og sjá má voru eldhressir frambjóðendur með svuntur og bökuðu vöfflur sem voru framreiddar með fjólubláum rjóma. 5. maí 2014 09:45
Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00
Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00
Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10