Logi ennþá stigahæsti táningurinn í úrslitaeinvígi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2014 10:45 Martin Hermannsson. Vísir/Andri Marinó Hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með KR-liðinu í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta og var kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins fyrstur táninga. Martin leit ekki út fyrir að vera 19 ára gamall þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í fyrrakvöld en hann skoraði 26 stig í lokaleiknum og var stigahæsti leikmaður úrslitaeinvígisins með 19 stig að meðaltali í leik. Martin náði þó ekki að vera stigahæsti táningurinn í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en það met á enn Logi Gunnarsson sem skoraði 22,8 stig að meðaltali þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn vorið 2001. Logi varð þá eins og Martin nú tvítugur seinna á árinu. Martin skoraði sex stigum meira en næststigahæsti maður úrslitaseríunnar í ár sem var Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr.Martin var einnig með 3,5 stoðsendingar, 3,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. Martin nýtti 45 prósent skota sinna utan af velli og setti niður 88 prósent vítanna sem hann fékk. Martin var einnig aðeins annar íslenski leikmaðurinn frá og með árinu 1992 sem nær að verða stigahæsti leikmaður lokaúrslitinna en Hlynur Bæringsson náði því einnig þegar Snæfell tryggði sér titilinn í fyrsta og eina skiptið vorið 2010. Hér fyrir neðan má sjá hæsta meðalskor táningar í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.Flest stig táninga í leik í lokaúrslitum 1984-2014: 1. Logi Gunnarsson (Njarðvik 2001, 19 ára) 22,8 2. Martin Hermannsson (KR 2014, 19 ára) 19,0 3. Örlygur Aron Sturluson (Njarðvík 1998, 17 ára) 15,0 4. Tómas Holton (Valur 1984, 19 ára) 15,0 5. Helgi Jónas Guðfinnsson (Grindavík 1996, 19 ára) 14,7 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnst ég eiga fullt í þessa gaura KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur. 2. maí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01 Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. 1. maí 2014 22:30 Svona fór KR að því að vinna titilinn | Myndband KR varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld er liðið vann sætan sigur í Grindavík. 1. maí 2014 22:36 Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40 Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23 KR-ingar borða frítt fyrir 250 þúsund krónur hjá Dominos Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos. 2. maí 2014 12:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með KR-liðinu í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta og var kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins fyrstur táninga. Martin leit ekki út fyrir að vera 19 ára gamall þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í fyrrakvöld en hann skoraði 26 stig í lokaleiknum og var stigahæsti leikmaður úrslitaeinvígisins með 19 stig að meðaltali í leik. Martin náði þó ekki að vera stigahæsti táningurinn í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en það met á enn Logi Gunnarsson sem skoraði 22,8 stig að meðaltali þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn vorið 2001. Logi varð þá eins og Martin nú tvítugur seinna á árinu. Martin skoraði sex stigum meira en næststigahæsti maður úrslitaseríunnar í ár sem var Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr.Martin var einnig með 3,5 stoðsendingar, 3,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. Martin nýtti 45 prósent skota sinna utan af velli og setti niður 88 prósent vítanna sem hann fékk. Martin var einnig aðeins annar íslenski leikmaðurinn frá og með árinu 1992 sem nær að verða stigahæsti leikmaður lokaúrslitinna en Hlynur Bæringsson náði því einnig þegar Snæfell tryggði sér titilinn í fyrsta og eina skiptið vorið 2010. Hér fyrir neðan má sjá hæsta meðalskor táningar í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.Flest stig táninga í leik í lokaúrslitum 1984-2014: 1. Logi Gunnarsson (Njarðvik 2001, 19 ára) 22,8 2. Martin Hermannsson (KR 2014, 19 ára) 19,0 3. Örlygur Aron Sturluson (Njarðvík 1998, 17 ára) 15,0 4. Tómas Holton (Valur 1984, 19 ára) 15,0 5. Helgi Jónas Guðfinnsson (Grindavík 1996, 19 ára) 14,7
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnst ég eiga fullt í þessa gaura KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur. 2. maí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01 Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. 1. maí 2014 22:30 Svona fór KR að því að vinna titilinn | Myndband KR varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld er liðið vann sætan sigur í Grindavík. 1. maí 2014 22:36 Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40 Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23 KR-ingar borða frítt fyrir 250 þúsund krónur hjá Dominos Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos. 2. maí 2014 12:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Finnst ég eiga fullt í þessa gaura KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur. 2. maí 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01
Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. 1. maí 2014 22:30
Svona fór KR að því að vinna titilinn | Myndband KR varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld er liðið vann sætan sigur í Grindavík. 1. maí 2014 22:36
Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40
Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23
KR-ingar borða frítt fyrir 250 þúsund krónur hjá Dominos Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos. 2. maí 2014 12:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti