Steinhissa á því hvernig íslenskur fiskur kemst ferskur í Klettafjöllin Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2014 16:30 Beint flug til Edmonton í Kanada skapar óvænt viðskiptatækifæri með frakt. Kanadíska ríkissjónvarpsstöðin CBC sýndi í gær skemmtilega sjónvarpsfrétt um það hvernig það gerðist óvænt á dögunum að fiskbúð í borginni Edmonton við rætur Klettafjalla fór að selja ferskan, nýveiddan íslenskan fisk. Kanadíski fisksalinn hafði fengið símtal frá manni á Íslandi, Kjartani Andréssyni fisksala, sem segist í viðtali við sjónvarpsstöðina hafa notað leitarvélina google til að finna fisksala í Edmonton. Sjónvarpsstöðin segir þetta gott dæmi um hvernig ný flugleið Icelandair skapar ný viðskiptatækifæri og kanadiski fisksalinn segir viðskiptavini sína himinlifandi yfir gæðum íslenska fisksins. Kanadíski sjónvarpsfréttamaðurinn lýkur fréttinni á því að þessi viðskiptaleið virki í báðar áttir. Nú skapist einnig tækifæri fyrir matvælaframleiðendur í Alberta-fylki til að flytja sínar afurðir til Íslands, eins og vísundakjöt, og er rætt við kanadískan vísundabónda sem segir þá afar stolta af sinni framleiðslu. Fróðlegt verður að fylgjast með tilraunum Kanadamanna til að koma vísundakjöti til Íslands. Hér má sjá frétt kanadísku sjónvarpsstöðvarinnar. Ítarlegri útskrift fréttarinnar má nálgast hér. Fjallað var um vaxandi fiskflutninga með flugi frá Íslandi í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í marsmánuði. Icelandair Kanada Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. 11. mars 2014 18:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Kanadíska ríkissjónvarpsstöðin CBC sýndi í gær skemmtilega sjónvarpsfrétt um það hvernig það gerðist óvænt á dögunum að fiskbúð í borginni Edmonton við rætur Klettafjalla fór að selja ferskan, nýveiddan íslenskan fisk. Kanadíski fisksalinn hafði fengið símtal frá manni á Íslandi, Kjartani Andréssyni fisksala, sem segist í viðtali við sjónvarpsstöðina hafa notað leitarvélina google til að finna fisksala í Edmonton. Sjónvarpsstöðin segir þetta gott dæmi um hvernig ný flugleið Icelandair skapar ný viðskiptatækifæri og kanadiski fisksalinn segir viðskiptavini sína himinlifandi yfir gæðum íslenska fisksins. Kanadíski sjónvarpsfréttamaðurinn lýkur fréttinni á því að þessi viðskiptaleið virki í báðar áttir. Nú skapist einnig tækifæri fyrir matvælaframleiðendur í Alberta-fylki til að flytja sínar afurðir til Íslands, eins og vísundakjöt, og er rætt við kanadískan vísundabónda sem segir þá afar stolta af sinni framleiðslu. Fróðlegt verður að fylgjast með tilraunum Kanadamanna til að koma vísundakjöti til Íslands. Hér má sjá frétt kanadísku sjónvarpsstöðvarinnar. Ítarlegri útskrift fréttarinnar má nálgast hér. Fjallað var um vaxandi fiskflutninga með flugi frá Íslandi í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í marsmánuði.
Icelandair Kanada Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. 11. mars 2014 18:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. 11. mars 2014 18:01