Áhorfendur standa á brettum í Úlfarsárdal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2014 11:06 Vísir/Pjetur Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40