Garðabær fyrir alla? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun