Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur Almar Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 14:00 Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar