Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur Almar Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 14:00 Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun