Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 11:46 Ingvar sendi okkur mynd af sér og tvífara leikarans Russell Crowe. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25