
Gerðu eins og ég geri
Það skiptir máli hvort við reimum á okkur hlaupaskóna og förum út að hlaupa eða hvort við bjóðum börnunum okkar í kvöldmat á skyndibitastað. Það segir mikið til um það hvernig við erum sem fyrirmyndir. Stundum hefur verið sagt að offita barna og hreyfingarleysi sé foreldravandamál. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum.
Óvíða hafa börn og fullorðnir jafn mikil tækifæri til þess að hreyfa sig eins og í Mosfellsbæ. Hér er öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem haldið er uppi af dugmiklum þátttakendum, sjálfboðaliðum og kröftugu foreldrastarfi. Við sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils og ætlum áfram að styðja það myndarlega og tryggja að samstarf við íþrótta- og tómstundafélög taki mið af uppeldis-, forvarnar- og félagslegum gildum. Við munum í komandi kosningum leita leiða til að halda þátttökugjöldum barna og unglinga hófstilltum í góðu samstarfi við félögin. Við viljum einnig leggja mikla áherslu á stuðning við afreksíþróttir í samvinnu við íþróttafélög bæjarins en afreksmenn eru fyrirmyndir og draga fleiri iðkendur inn í félögin. Einnig viljum við styðja við verkefni sem mæta óskum barna og unglinga sem finna sig ekki í venjubundnu starfi félaganna.
Aðstöðumálin bætt
Áfram þarf að bæta aðstöðumál og fylgja eftir þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi forgangsröðun framkvæmda við íþróttamannvirki í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin. Íþróttasalur er risinn sem gjörbreyta mun aðstöðu fimleikabarna og barna sem stunda bardagaíþróttir. Þessar deildir munu hefja æfingar í nýrri aðstöðu í haust. Á næstu árum verður síðan lokið við að koma upp félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í nýju íþróttahúsi. Hið öfluga íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilsueflandi samfélags, sem Mosfellsbær hefur markað sér sérstöðu með, fyrst íslenskra sveitarfélaga.
Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Kannanir sýna að fólki finnst best að búa í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hverjir stjórna.
Fjölnota íþróttahús
Framundan eru verkefni sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu tómstundamála hjá bæjarfélaginu. Áfram verður unnið að því að bæta aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, haldið verður áfram að bæta aðstöðuna við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá til að auka enn frekar á hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Fyrir skömmu var skipaður starfshópur sem vinnur að því að þarfagreina og skoða möguleika á því að byggja fjölnota íþróttahús sem nýst gæti fyrir knattspyrnuiðkun og frjálsar íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hyggjast fylgja eftir niðurstöðu starfshópsins um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á næsta kjörtímabili nái þeir kjöri.
Skoðun

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar