Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:12 Sveinbjörg greiðir atkvæði í dag. Vísir/Pjetur „Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
„Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30