Höddi Magg: Ekki boðleg frammistaða Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:15 Aron Einar og Gylfi voru ekki sjálfum sér líkir að mati Harðar. Vísir/Daníel „Mér fannst stemningin afskaplega dauf hjá leikmönnum liðsins. Það var engin barátta í mönnum og greinilegt að sumir þeirra voru komnir í sumarfrí í huganum,“ segir HörðurMagnússon, íþróttafréttamaður og fyrrverandi markahrókur, um landsleik Íslands gegn Eistlandi í gær. Hörður lýsti leiknum ásamt Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Nordsjælland, en spilamennska íslenska liðsins var ekki góð og leikurinn í sjálfu sér hundleiðinlegur. „Leikmenn eins og Gylfi Þór og Aron Einar hafa lítið spilað á seinni hluta tímabilsins og eru tiltöluega ólíkir sjálfum sér,“ segir Hörður sem veltir fyrir sér hvort ekki hefði mátt prófa nýjar leikaðferðir í leikjunum gegn Austurríki og Eistlandi. „Ég hefði viljað sjá aðrar útfærslur í þessum leikjum og prófa nýja taktík í staðinn fyrir að vera fastir í 4-4-2. Ég velti því fyrir mér hvort við getum hreinlega spilað með tvo miðjumenn á móti Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi. Höfum við virkilega efni á því að spila með tvo framherja á móti þessum sterkari þjóðum? Ég hef áhyggjur af þessu.“Getur Ísland spilað með tvo framherja?Vísir/daníelHljóta að hafa mjög miklar áhyggjur Hörður fagnar því að menn áttuðu sig á hversu slök spilamennskan var í gær en Kolbeinn Sigþórsson skóf ekkert af hlutunum í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Draugar Króatíu sveima enn yfir vötnum. „Kolbeinn segir þarna að þeim verði pakkað saman ef þeir spila svona í undankeppninni og það segir sitt. Það er gott að menn eru ekkert að fela sig á bakvið neitt og gera sér grein fyrir því hversu slakt þetta var,“ segir Hörður. „Stemningin virðist vera dottin niður í liðinu. Menn þurfa að fara að gleyma því sem gerðist í haust gegn Króatíu og gera sér grein fyrir því að það er önnur undankeppni handan við hornið.“ „Við náum ekki einu sinni að koma sterkir inn í seinni hálfleik og fáum á okkur dauðafæri strax. Við fáum þarna gefins vítaspyrnu en það kom aldrei neitt áhlaup eða einhver góður 15-20 mínútna kafli sem maður beið eftir að sjá. Landsliðsþjálfararnir hljóta að hafa mjög miklar áhyggjur af svona frammistöðu. Hún var ekki boðleg fyrir íslenska áhorfendur,“ segir Hörður.Kolbeinn Sigþórsson var bestur í leikjunum að mati Harðar.Vísir/Andri MarinóStemningsleysi í liðinu Leikurinn gegn Eistum í gær var sá síðasti sem liðið spilar áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Í heildina spilaði Ísland fjóra vináttuleiki á árinu; vann einn, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Það verður ekkert grín að rífa upp stemninguna á einni viku í haust eftir svona leik. „Þessir leikir svöruðu engum spurningum nema þeim að hlutirnir virðast ekki vera í lagi og það er stemningsleysi í liðinu. Það verður mjög erfitt að keyra upp stemninguna í haust, plús að maður veit ekkert hvernig standið á mönnum verður þá. Við fáum náttúrlega erfiðan mótherja strax í fyrsta leik og þá verða lykilmenn að vera í standi,“ segir Hörður. „Ef að aðrir lykilmenn fyrir utan Kolbein, sem var í heildina bestur í þessum tveimur leikjum núna, standa sig ekki er ekki von á góðu. Við eigum leiki gegn Tyrkjum, Tékkum og Hollendingum í haust. Þetta gæti verið farið frá okkur strax eftir haustið ef við náum ekki einhverjum stigum í þessum leikjum. Það þurfum við að gera ef við stefnum á þriðja sætið.“Theodór Elmar Bjarnason spilaði í hægri bakverði.Vísir/Andri MarinóSölvi jákvæði punkturinn Hörður var ánægður með innkomu Sölva Geirs Ottesen í leikina tvo og líst vel á valkostina í miðvarðarstöðurnar. TheodórElmar Bjarnason ógnar þó ekki Birki Má Sævarssyni í bakverðinum hægra megin að hans mati og þá finnst Herði vanta að nokkrir menn fái tækifæri. „Sölvi Geir fannst mér koma vel út úr báðum leikjunum og hann er jákvæði punkturinn í þessu að mínu mati. Ég held að hann og Kári Árnason séu að stimpla sig inn sem miðvarðarpar landsliðsins,“ segir Hörður. „Heimir og Lars ætluðu að líta á fleiri leikmenn eins og Kristján Gauta Emilsson sem hefði eflaust fengið að spila í gær hefði hann getað tekið þátt. Það hefði bara engu máli skipt því þetta var svo ofboðslega dauft.“ „Theódór Elmar fannst mér líta ágætlega út á boltanum. Hann var viljugur allan tímann en er náttúrlega ekki bakvörður. Það sést alveg þegar hann missir boltann yfir sig. Hann er kannski möguleiki í þessa stöðu en ógnar ekki Birki.“ „Ég hefði viljað sjá Hjört Loga Valgarðsson fá tækifæri í vinstri bakverðinum í gær en hann er úti í kuldanum og virðist alveg gleymdur. Landsliðsþjálfararnir eru að auglýsa eftir bakvörðum og hvorugir þeirra í gær spila sem slíkir hjá sínum liðum þó Ari Freyr hafi gert stöðuna að sinni. Það er samt engin annar valkostur í hans stöðu.“ „Svo klóra ég mér enn í hausnum yfir því að Björn Daníel Sverrisson sé ekki nógu góður til að spila hálftíma á móti Eistlandi. Ég næ því bara ekki,“ segir Hörður Magnússon. Íslenski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
„Mér fannst stemningin afskaplega dauf hjá leikmönnum liðsins. Það var engin barátta í mönnum og greinilegt að sumir þeirra voru komnir í sumarfrí í huganum,“ segir HörðurMagnússon, íþróttafréttamaður og fyrrverandi markahrókur, um landsleik Íslands gegn Eistlandi í gær. Hörður lýsti leiknum ásamt Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Nordsjælland, en spilamennska íslenska liðsins var ekki góð og leikurinn í sjálfu sér hundleiðinlegur. „Leikmenn eins og Gylfi Þór og Aron Einar hafa lítið spilað á seinni hluta tímabilsins og eru tiltöluega ólíkir sjálfum sér,“ segir Hörður sem veltir fyrir sér hvort ekki hefði mátt prófa nýjar leikaðferðir í leikjunum gegn Austurríki og Eistlandi. „Ég hefði viljað sjá aðrar útfærslur í þessum leikjum og prófa nýja taktík í staðinn fyrir að vera fastir í 4-4-2. Ég velti því fyrir mér hvort við getum hreinlega spilað með tvo miðjumenn á móti Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi. Höfum við virkilega efni á því að spila með tvo framherja á móti þessum sterkari þjóðum? Ég hef áhyggjur af þessu.“Getur Ísland spilað með tvo framherja?Vísir/daníelHljóta að hafa mjög miklar áhyggjur Hörður fagnar því að menn áttuðu sig á hversu slök spilamennskan var í gær en Kolbeinn Sigþórsson skóf ekkert af hlutunum í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Draugar Króatíu sveima enn yfir vötnum. „Kolbeinn segir þarna að þeim verði pakkað saman ef þeir spila svona í undankeppninni og það segir sitt. Það er gott að menn eru ekkert að fela sig á bakvið neitt og gera sér grein fyrir því hversu slakt þetta var,“ segir Hörður. „Stemningin virðist vera dottin niður í liðinu. Menn þurfa að fara að gleyma því sem gerðist í haust gegn Króatíu og gera sér grein fyrir því að það er önnur undankeppni handan við hornið.“ „Við náum ekki einu sinni að koma sterkir inn í seinni hálfleik og fáum á okkur dauðafæri strax. Við fáum þarna gefins vítaspyrnu en það kom aldrei neitt áhlaup eða einhver góður 15-20 mínútna kafli sem maður beið eftir að sjá. Landsliðsþjálfararnir hljóta að hafa mjög miklar áhyggjur af svona frammistöðu. Hún var ekki boðleg fyrir íslenska áhorfendur,“ segir Hörður.Kolbeinn Sigþórsson var bestur í leikjunum að mati Harðar.Vísir/Andri MarinóStemningsleysi í liðinu Leikurinn gegn Eistum í gær var sá síðasti sem liðið spilar áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Í heildina spilaði Ísland fjóra vináttuleiki á árinu; vann einn, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Það verður ekkert grín að rífa upp stemninguna á einni viku í haust eftir svona leik. „Þessir leikir svöruðu engum spurningum nema þeim að hlutirnir virðast ekki vera í lagi og það er stemningsleysi í liðinu. Það verður mjög erfitt að keyra upp stemninguna í haust, plús að maður veit ekkert hvernig standið á mönnum verður þá. Við fáum náttúrlega erfiðan mótherja strax í fyrsta leik og þá verða lykilmenn að vera í standi,“ segir Hörður. „Ef að aðrir lykilmenn fyrir utan Kolbein, sem var í heildina bestur í þessum tveimur leikjum núna, standa sig ekki er ekki von á góðu. Við eigum leiki gegn Tyrkjum, Tékkum og Hollendingum í haust. Þetta gæti verið farið frá okkur strax eftir haustið ef við náum ekki einhverjum stigum í þessum leikjum. Það þurfum við að gera ef við stefnum á þriðja sætið.“Theodór Elmar Bjarnason spilaði í hægri bakverði.Vísir/Andri MarinóSölvi jákvæði punkturinn Hörður var ánægður með innkomu Sölva Geirs Ottesen í leikina tvo og líst vel á valkostina í miðvarðarstöðurnar. TheodórElmar Bjarnason ógnar þó ekki Birki Má Sævarssyni í bakverðinum hægra megin að hans mati og þá finnst Herði vanta að nokkrir menn fái tækifæri. „Sölvi Geir fannst mér koma vel út úr báðum leikjunum og hann er jákvæði punkturinn í þessu að mínu mati. Ég held að hann og Kári Árnason séu að stimpla sig inn sem miðvarðarpar landsliðsins,“ segir Hörður. „Heimir og Lars ætluðu að líta á fleiri leikmenn eins og Kristján Gauta Emilsson sem hefði eflaust fengið að spila í gær hefði hann getað tekið þátt. Það hefði bara engu máli skipt því þetta var svo ofboðslega dauft.“ „Theódór Elmar fannst mér líta ágætlega út á boltanum. Hann var viljugur allan tímann en er náttúrlega ekki bakvörður. Það sést alveg þegar hann missir boltann yfir sig. Hann er kannski möguleiki í þessa stöðu en ógnar ekki Birki.“ „Ég hefði viljað sjá Hjört Loga Valgarðsson fá tækifæri í vinstri bakverðinum í gær en hann er úti í kuldanum og virðist alveg gleymdur. Landsliðsþjálfararnir eru að auglýsa eftir bakvörðum og hvorugir þeirra í gær spila sem slíkir hjá sínum liðum þó Ari Freyr hafi gert stöðuna að sinni. Það er samt engin annar valkostur í hans stöðu.“ „Svo klóra ég mér enn í hausnum yfir því að Björn Daníel Sverrisson sé ekki nógu góður til að spila hálftíma á móti Eistlandi. Ég næ því bara ekki,“ segir Hörður Magnússon.
Íslenski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira