„Þetta var skíta fótboltaleikur," sagði vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason hreinskilinn eftir 1-0 sigurinn á Eistlandi í kvöld.
„Nei, nei. Það var ekki nógu góð hreyfing á liðinu og við vorum ekki nógu fljótir að hugsa hvað við ætluðum okkur að gera. Það sást kannski að við vorum flestir að koma úr löngu og erfiðu tímabili með okkar félagsliðum."
Að mati Ara lagaðist spilamennskan í seinni hálfleik.
„Það var aðeins betri hreyfing á liðinu í seinni hálfleik. Við vorum aðeins ákveðnari og komum með fleiri fyrirgjafir inn á vítateiginn og betri hlaup. Við hefðum getað skorað eitt mark í viðbót, en við hefðum einnig getað fengið á okkur mark."
Ari Freyr spilaði allar nítíu mínúturnar í dag og var búinn á því eftir leik.
„Ég var alveg búinn á því í dag, en ég hef aldrei spilað jafn marga leiki og ég hef gert á síðustu einu og hálfu ári. Mér líður vel og þarf bara að koma mér í betra stand núna," sagði Ari að lokum.
Ari Freyr: Alveg búinn á því

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar
Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins.

Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér
Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við.

Gylfi: Hefðum sett meiri hraða í leikinn
Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld þótt hann teldi að liðið ætti töluvert inni.

Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld.

Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi
"Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld.