Salman Tamimi kærir hatursfull ummæli Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2014 11:51 Salman Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segir að ekki megi gefa neinn afslátt á mannréttindum. Hann ætlar að kæra ummæli sem féllu á athugasemdakerfi Vísis og víðar í vikunni. Frétt sem Vísir birti 1. júní, undir fyrirsögninni „Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi“ vakti mikla athygli og umræða og athugasemdir hrönnuðust inn á athugasemdakerfi fréttavefsins. Sum þeirra ummæla voru mjög harkaleg og beindust að Salman og Sverri Agnarssyni formanni Félags múslima á Íslandi.Hægt gengur með rannsókn í svínshausamálinu Ummælin eru þannig að þau er vart hægt að hafa eftir en þau fólu meðal annars í sér líflátshótanir. Herðubreið hefur birt hluta þessara ummæla. Vísir ræddi við Salman Tamimi í morgun en þá var hann á leið til fundar við lögmann sinn Helgu Völu Helgadóttur, og í kjölfarið ætlar hann að leggja fram kæru. „Jájá, ég legg fram kæru. Náttúrlega. Það er ekki hægt að sitja þegjandi undir þessu,“ segir Salman. Hann er reyndar ekkert of bjartsýnn á að lögreglan taki kæru hans föstum tökum, því ekkert er að frétta af kæru sem tók til þess er einhverjir tóku sig til og dreifðu svínshausum á umrædda lóð sem múslimum hafði verið úthlutað af borgaryfirvöldum. Salman segir að rannsókn málsins hafi verið hroðvirknisleg, þar sem meðal annars sönnunargögnum; svínshausunum og tilkynningum sem voru látnar fylgja með, hafi verið hent. „Þetta var ekki rusl. Þetta voru sönnunargögn í sakamáli. Og það er ekkert að frétta af þeirri rannsókn.“Stórhættulegt útspil FramsóknarmannaUmræðan um mosku blossaði upp í aðdraganda borgarstjórnarkosninga þegar sem Framsóknarmenn settu á oddinn að draga ætti lóðarúthlutunina til baka. Salman segir þetta stórhættulegt útspil, til þess fallið að róa undir útlendingahatri. „Afskaplega lágkúrulegt útspil. Og afleiðingarnar geta verið mjög mjög alvarlegar í okkar samfélagi. Þeir eru ekki búnir að reikna þetta til enda. Þeir vildu bara fá atkvæðin. Og skiptir ekki máli hvernig þau eru fengin. Breivik hinn norski, sá sem hóf skothríð og drap fjölda norskra ungmenna í júlí 2011, var æstur upp með þessum hætti. Nú fá þessir rasistar og brjálæðingar sem eru í samfélaginu óbeinan stuðning frá stjórnmálamanni elsta stjórnmálaflokks landsins. Með yfirlýsingum sem beinast gegn litlum hópi,“ segir Salman Tamimi.Þung viðurlögHelga Vala Helgadóttir er lögmaður Salmans Tamimi og hún segir þung viðurlög liggja við hatursfullum ummælum sem þessum. „Þetta ákvæði sem við erum að horfa á, þá eru viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, við slíkum ummælum, þegar einhver ræðst með hótunum gegn annarri manneskju.“Eru þetta mörg ummæli sem um ræðir? „Þau eru orðin nokkuð mörg. Svo virðist sem við höfum opnað þarna eitthvert Pandóru-box með þessum fríða flokki frambjóðenda Framsóknarflokksins sem nú hafa veitt þessum hópi stuðning sinn.“ Helga Vala segir þetta blossa upp hér og þar á netinu. Hún segir engan mun á því hvort ummæli sem þessi falli á netinu eða annars staðar. Netið sé opinber vettvangur. Um verður að ræða bótakröfur, Helga Vala segir algera nauðsyn að setja niður fótinn. Hún bendir á að hægt miði með rannsókn á svínshöfðamálinu.Nauðsynlegt að setja niður fótinnErtu að segja að lögreglan dragi lappirnar í málum sem snúa að múslimum? „Nei, ég er ekkert að gera það. Ég veit að það er mikið að gera hjá lögreglunni. En, meðan ekkert er gert þá grasserar þetta,“ segir Helga Vala sem tekur undir með skjólstæðing sínum; mikilvægt sé að sýna mönnum að það sem hér um ræðir er refsivert. Því er svo við þetta að bæta að einn þeirra sem um ræðir, sem setti hatursfull ummæli inn á athugasemdakerfi Vísis, hefur beðist afsökunar á þeim og sagt þau sett fram í algjöru óviti, hugsunarleysi og vitleysu. „Ég á enga aðra afsökun en dómgreindarleysi í þessu máli,“ segir sá og iðrast sáran. DV hefur þegar gert sér mat úr því máli. Trúmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Salman Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segir að ekki megi gefa neinn afslátt á mannréttindum. Hann ætlar að kæra ummæli sem féllu á athugasemdakerfi Vísis og víðar í vikunni. Frétt sem Vísir birti 1. júní, undir fyrirsögninni „Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi“ vakti mikla athygli og umræða og athugasemdir hrönnuðust inn á athugasemdakerfi fréttavefsins. Sum þeirra ummæla voru mjög harkaleg og beindust að Salman og Sverri Agnarssyni formanni Félags múslima á Íslandi.Hægt gengur með rannsókn í svínshausamálinu Ummælin eru þannig að þau er vart hægt að hafa eftir en þau fólu meðal annars í sér líflátshótanir. Herðubreið hefur birt hluta þessara ummæla. Vísir ræddi við Salman Tamimi í morgun en þá var hann á leið til fundar við lögmann sinn Helgu Völu Helgadóttur, og í kjölfarið ætlar hann að leggja fram kæru. „Jájá, ég legg fram kæru. Náttúrlega. Það er ekki hægt að sitja þegjandi undir þessu,“ segir Salman. Hann er reyndar ekkert of bjartsýnn á að lögreglan taki kæru hans föstum tökum, því ekkert er að frétta af kæru sem tók til þess er einhverjir tóku sig til og dreifðu svínshausum á umrædda lóð sem múslimum hafði verið úthlutað af borgaryfirvöldum. Salman segir að rannsókn málsins hafi verið hroðvirknisleg, þar sem meðal annars sönnunargögnum; svínshausunum og tilkynningum sem voru látnar fylgja með, hafi verið hent. „Þetta var ekki rusl. Þetta voru sönnunargögn í sakamáli. Og það er ekkert að frétta af þeirri rannsókn.“Stórhættulegt útspil FramsóknarmannaUmræðan um mosku blossaði upp í aðdraganda borgarstjórnarkosninga þegar sem Framsóknarmenn settu á oddinn að draga ætti lóðarúthlutunina til baka. Salman segir þetta stórhættulegt útspil, til þess fallið að róa undir útlendingahatri. „Afskaplega lágkúrulegt útspil. Og afleiðingarnar geta verið mjög mjög alvarlegar í okkar samfélagi. Þeir eru ekki búnir að reikna þetta til enda. Þeir vildu bara fá atkvæðin. Og skiptir ekki máli hvernig þau eru fengin. Breivik hinn norski, sá sem hóf skothríð og drap fjölda norskra ungmenna í júlí 2011, var æstur upp með þessum hætti. Nú fá þessir rasistar og brjálæðingar sem eru í samfélaginu óbeinan stuðning frá stjórnmálamanni elsta stjórnmálaflokks landsins. Með yfirlýsingum sem beinast gegn litlum hópi,“ segir Salman Tamimi.Þung viðurlögHelga Vala Helgadóttir er lögmaður Salmans Tamimi og hún segir þung viðurlög liggja við hatursfullum ummælum sem þessum. „Þetta ákvæði sem við erum að horfa á, þá eru viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, við slíkum ummælum, þegar einhver ræðst með hótunum gegn annarri manneskju.“Eru þetta mörg ummæli sem um ræðir? „Þau eru orðin nokkuð mörg. Svo virðist sem við höfum opnað þarna eitthvert Pandóru-box með þessum fríða flokki frambjóðenda Framsóknarflokksins sem nú hafa veitt þessum hópi stuðning sinn.“ Helga Vala segir þetta blossa upp hér og þar á netinu. Hún segir engan mun á því hvort ummæli sem þessi falli á netinu eða annars staðar. Netið sé opinber vettvangur. Um verður að ræða bótakröfur, Helga Vala segir algera nauðsyn að setja niður fótinn. Hún bendir á að hægt miði með rannsókn á svínshöfðamálinu.Nauðsynlegt að setja niður fótinnErtu að segja að lögreglan dragi lappirnar í málum sem snúa að múslimum? „Nei, ég er ekkert að gera það. Ég veit að það er mikið að gera hjá lögreglunni. En, meðan ekkert er gert þá grasserar þetta,“ segir Helga Vala sem tekur undir með skjólstæðing sínum; mikilvægt sé að sýna mönnum að það sem hér um ræðir er refsivert. Því er svo við þetta að bæta að einn þeirra sem um ræðir, sem setti hatursfull ummæli inn á athugasemdakerfi Vísis, hefur beðist afsökunar á þeim og sagt þau sett fram í algjöru óviti, hugsunarleysi og vitleysu. „Ég á enga aðra afsökun en dómgreindarleysi í þessu máli,“ segir sá og iðrast sáran. DV hefur þegar gert sér mat úr því máli.
Trúmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent