Golf

Birgir Leifur mætti í fyrsta sinn í sumar og vann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í fyrra.
Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í fyrra. Vísir/daníel
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG bar sigur úr býtum á Símamótinu í golfi, þriðja móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem kláraðist á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag.

Birgir Leifur var að keppa á sínu fyrsta móti á Eimskipsmótaröðinni í sumar og gerði sér lítið fyrir og vann það eftir sveiflukenndan lokahring.

Hann spilaði lokahringinn á pari vallarins, en Birgir Leifur fékk fjóra fugla og fjóra skolla. Hann lauk leik í heildina á fimm höggum undir pari.

Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, spilaði illa í dag. Hann lék á fimm höggum yfir pari og í heildina á einu höggi undir. Hann hélt þó öðru sætinu.

Birgir Leifur var með tveggja högga forystu fyrir lokaholuna en fékk þar tvöfaldan skolla. Það kom ekki að sök því Kristján Þór fékk fjórfaldan skolla og missti af tækifæri til að vinna mótið.

Aron Snær Júlíusson úr GKG endaði í þriðja sæti á þremur yfir pari. Félagi hans, Sigmundur Einar Másson, varð í fjórða til fimmta sæti á sex höggum yfir pari ásamt heimamanninum BjarkaPéturssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×