Þeir hafa á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald, sem bættust þá við borgirnar Ramadi og Falluja, sem hafa verið á þeirra valdi frá því í byrjun árs.
Í ljósi þess að hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda þóttu ISIS of róttæk á sínum tíma þá má með sanni segja að þetta séu töluverð tíðindi.
ISIS sendu frá sér plagg sem inniheldur meðal annars skilaboð og fyrirskipanir sem íbúar Nineveh-héraðs, svæði í norð-austur hluta landsins sem stórborgin Mosul tilheyrir meðal annars, skulu fylgja í hinu nýja ríki Íslamistanna.
Þeirra á meðal eru:
- Að komið verði vel fram við múslima, nema þeir séu í slagtogi við „kúgara“ og aðstoði glæpamenn.
- Peningar sem fyrri stjórnvöld hafa tekið frá þegnum sínum verði almennaeign. Hver sá sem stelur skal aflimaður. Hver sá sem reynir að kúga fé út úr náunga sínum skal sæta hörðum refsingum. Vísað er til versins Al-Ma‘idah:33 í Kóraninum í þessu samhengi sem kveður á um að glæpamenn gætu átt von á dauðrefsingu eða krossfestingu.
- Fíkniefni, áfengi og sígarettur verði bannaðar.
- Hópar andsnúnir ISIS séu ólöglegir.
- Komið verði á Sjaríalögum
- Konur skulu halda sig heima fyrir og ekki fara út nema að nauðsyn krefji. Þær eigi alltaf að vera huldar í hefðbundnum íslömskum klæðnaði.
- Þegnarnir skulu njóta þessa þess að búa í íslömsku ríki.