Víkingur frá Ólafsvík lagði botnlið Tindastóls 1-0 á heimavelli sínum í 1. deild karla í fótbolta í dag.
Antonio Mossi skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu og dugði það Ólsurum til komast upp fyrir Leikni Reykjavík í bili að minnsta kosti því Leiknir á leik til góða.
Víkingur er með 15 stig eftir sjö leiki en Leiknir 14 stig úr sex leikjum.
Tindastóll er á botninum með 2 stig úr sjö leikjum.
Víkingur Ólafsvík á toppinn
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
