Fyrri keppnisdagur í Evrópukeppni landsliða er farinn af stað. Ísland keppir í 3. deild og er keppt í Georgíu.
Úrslitaþjónustan hjá heimamönnum er vart boðleg en hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á netinu en engin tækniúrvinnsla eða úrslitaþjónusta er í boði.
Aníta Hinriksdóttir hljóp 800 metra hlaupið áðan og vann sinn riðil mjög örugglega en enginn tími hefur fengist staðfestur en hlaupið var í tveimur riðlum. Yfirburða sigur vannst einnig í hinum riðlinum og því líklegt að Aníta hafi ekki hafnað neðar en í öðru sæti hafi hún ekki sigrað.
Kristín Birna Ólafsdóttir varð önnur í 400 metra grindahlaupi á 59,55 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir varð önnur í þrístökki.
Nánar verður fjallað um keppnina er líður á daginn og úrslit berast frá Geogíu.
