Golf

Haraldur í 16-manna úrslitin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haraldur.
Haraldur. Vísir/Stefán
Haraldur Franklín Magnús komst áfram í 32-manna úrslitum Opna breska áhugamannamótsins eftir að hafa unnið bráðabana gegn Jordan Smith.

Einvígið var hnífjafnt allt frá fyrstu holu og skiptust Haraldur og Jordan á forystunni. Haraldur náði eins holu forskoti fyrir lokaholuna en Jordan nældi í fugl á lokaholunni og kreisti fram bráðabana.

Haraldur nældi í fugl á fyrstu holunni í bráðabananum og tryggði sigurinn þar sem Jordan kláraði á pari.

Haraldur mætir landa Jordans, Paul Kinnear í 16-manna úrslitum og hefur leik klukkan 14:10. Paul Kinnear lék vel í einvígi sínu gegn Paul Barjon og var sigurinn vís eftir þrettán holur.

Að miklu er að keppa en sigurvegari mótsins fær þátttökurétt á Opna breska Meistaramótinu í júlí, Opna bandaríska meistaramótinu á næsta ári og hefð er að sigurvegaranum sé einnig boðin þátttaka á Masters mótinu.


Tengdar fréttir

Haraldur komst áfram

Haraldur Franklín Magnús komst áfram í 64-manna úrslitum Opna breska áhugamannamótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×