Silfurpeningar seldust á 2,2 milljarða Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2014 13:30 Silfurpeningurinn fallegi sem seldist á 100 milljónir króna. Safn silfurpeninga í eigu bandaríska fjármálaráðgjafan Eugene H. Gardner seldist á uppboði fyrir tæplega 20 milljónir dollara, eða rúmlega 2,2 milljarða króna, þann 23. júní síðastliðinn. Þetta var þó aðeins fyrsta uppboð af fjórum sem bandaríska uppboðsfyrirtækið Heritage helgar mynt- og seðlasafni Gardners, en næstu þrjú verða haldin síðar á þessu ári og því næsta.Tíu senta peningur á 100 milljónirÁ uppboðinu seldust allar myntir sem voru í boði, 637 talsins, og var mikil eftirspurn eftir gripunum. Hæsta verð fékkst fyrir tíu senta pening frá árinu 1796 („Draped Bust, Small Eagledime“) sem sýnir frelsisgyðjuna á framhlið og lítinn skallaörn á bakhlið. Fyrir hann fengust 881 þúsund dollarar, eða rúmlega 100 milljónir króna.Eugene H. GardnerEugene H. Gardner hóf söfnun seðla- og mynta þegar hann var háskólanemi árið 1954 og er safn hans í dag talið vera eitt hið besta í Bandaríkjunum, einkum á sviði silfurmynta. Auk þess að hafa rekið fjárfestingarráðgjafarfyrirtækið Gardner Russo & Gardner í Pennsylvaniu áratugum saman hefur hann gefið út bækur um safn sitt, haldið úti vefsíðu um það og þótt leggja mikla áherslu á söfnun gripa sem hafa mikla sögulega merkingu og fagurfræðilegt gildi.Uppboðið lengdist um tvo tíma vegna eftirspurnarÍ viðtali við coinworld.com sagði forstjóri Heritage, Greg Rohan, að Gardner væri hæstnánægður með niðurstöður uppboðsins og sömu sögu mætti segja með fyrirtækið. „Þetta var ótrúlega spennandi,“ sagði Rohan. „Það voru svo margir að bjóða að uppboðið endaði ekki fyrr en rétt fyrir tíu um kvöldið, tveimur tímum síðar en það átti að gera. Þá var uppboðið búið að standa í sjö klukkutíma.“ Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Safn silfurpeninga í eigu bandaríska fjármálaráðgjafan Eugene H. Gardner seldist á uppboði fyrir tæplega 20 milljónir dollara, eða rúmlega 2,2 milljarða króna, þann 23. júní síðastliðinn. Þetta var þó aðeins fyrsta uppboð af fjórum sem bandaríska uppboðsfyrirtækið Heritage helgar mynt- og seðlasafni Gardners, en næstu þrjú verða haldin síðar á þessu ári og því næsta.Tíu senta peningur á 100 milljónirÁ uppboðinu seldust allar myntir sem voru í boði, 637 talsins, og var mikil eftirspurn eftir gripunum. Hæsta verð fékkst fyrir tíu senta pening frá árinu 1796 („Draped Bust, Small Eagledime“) sem sýnir frelsisgyðjuna á framhlið og lítinn skallaörn á bakhlið. Fyrir hann fengust 881 þúsund dollarar, eða rúmlega 100 milljónir króna.Eugene H. GardnerEugene H. Gardner hóf söfnun seðla- og mynta þegar hann var háskólanemi árið 1954 og er safn hans í dag talið vera eitt hið besta í Bandaríkjunum, einkum á sviði silfurmynta. Auk þess að hafa rekið fjárfestingarráðgjafarfyrirtækið Gardner Russo & Gardner í Pennsylvaniu áratugum saman hefur hann gefið út bækur um safn sitt, haldið úti vefsíðu um það og þótt leggja mikla áherslu á söfnun gripa sem hafa mikla sögulega merkingu og fagurfræðilegt gildi.Uppboðið lengdist um tvo tíma vegna eftirspurnarÍ viðtali við coinworld.com sagði forstjóri Heritage, Greg Rohan, að Gardner væri hæstnánægður með niðurstöður uppboðsins og sömu sögu mætti segja með fyrirtækið. „Þetta var ótrúlega spennandi,“ sagði Rohan. „Það voru svo margir að bjóða að uppboðið endaði ekki fyrr en rétt fyrir tíu um kvöldið, tveimur tímum síðar en það átti að gera. Þá var uppboðið búið að standa í sjö klukkutíma.“
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira