Mikill eldur í Skeifunni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2014 20:33 visir/atli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira