Mikill eldur í Skeifunni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2014 20:33 visir/atli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira