Varamaðurinn Krul hetja Hollands 5. júlí 2014 19:30 Vísir/Getty Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn